Erlent

Enskar konur geta orðið biskupar

Konur geta nú orðið biskupar í enskum kirkjum eftir að lögum innan kirkjunnar var breytt á dögunum. Málið, sem er afar umdeilt, hafði verið rætt fram og aftur en yfirmenn kirkjunnar skiptust í tvær fylkingar. Ellefu ár eru síðan samþykkt var að konum skyldi leyft að verða prestar í landinu. Íhaldsmenn innan kirkjunnar voru mjög andsnúnir því að konur fengju að verða biskupar og sögðu að ekki væri grundvöllur fyrir því í Biblíunni þar sem lærissveinar Krists hefðu allir verið karlar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×