Erlent

25% með miklar áhyggjur af árás

Um 25% Bandaríkjamanna hafa miklar áhyggjur af því að hryðjuverkamenn muni gera árás á landið fljótlega, að því er könnun sem birt var í gær sýnir. Þá eru 44% Bandaríkjamanna fremur áhyggjufullir, 19% hafa ekkert sérstaklega miklar áhyggjur og 11% hafa engar áhyggjur. Í febrúar 2003 voru áhyggjur Bandaríkjamanna við hryðjuverk mestar því þá sögðust 34% þjóðarinnar hafa miklar áhyggjur af árás á landið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×