Erlent

Spænskir stjórnmálamenn skotmörk

Spænskir stjórnmálamenn eru enn á skotmarkalista ETA, aðskilnaðarsamtaka herskárra Baska, þrátt fyrir að samtökin hafi lýst yfir vopnahléi í byrjun júní. Þar var sagt að ekki yrði reynt að ráða stjórnmálamenn af dögum, en nú segja spænsk dagblöð frá því að stjórnmálamenn sem séu í héraðsstjórnum eða ríkisstjórninni séu enn í sigtinu. Jafnframt kemur fram að ETA hafi haft samband við alþjóða ólympíunefndina til að hvetja til þess að leikarnir 2012 færu ekki fram í Madríd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×