Rúmlega 60 manns handteknir 6. júlí 2005 00:01 Þúsundir manna hafa mótmælt við Gleneagles í Skotlandi í allan dag þar sem leitogafundur G8-iðnríkjanna hófst síðdegis. Meira en sextíu manns hafa verið handteknir og átta lögreglumenn voru fluttir á sjúkrahús eftir mikil átök við mótmælendur. Strax eldsnemma í morgun gengu þrjú hundruð mótmælendur hreinlega berseksgang nærri fundarstaðnum. Hettuklæddir mótmælendurnir þrömmuðu um nærliggjandi götur, brutu rúður í verslunum og bílum og létu öllum illum látum. Þegar lögregla ætlaði að skakkast í leikinn gerðu mótmælendurnir aðsúg að lögreglunni, vopnaðir flöskum, steinum og járnstöngum. Einn lögreglubíll varð að flýja af vettvangi þegar hópur manna byrjaði að berja í rúður hans með járnrörum og öðrum bareflum. Þá kom til mikilla átaka á milli lögreglu og mótmælenda við aðalþjóðveginn á milli Edinborgar og Gleneagles. Vegurinn var lokaður af um tíma þar sem hundruð mótmælenda tepptu hann og reyndu að stöðva fjölmiðlafólk og embættismenn frá því að komast á fundarstaðinn. Eftir atburði morgunsins sá lögregla þann kost vænstan að aflýsta friðsömum mótmælum sem búið var að gefa leyfi fyrir í bænum Auchterarder sem er í nágrenni Gleneagles. Eftir nokkurt japl jamm, fuml og fuður var þó ákveðið að leyfa mótmælin, enda hótuðu skipuleggjendurnir að boða til harðra mótmælaaðgerða í höfuðborginni Edinborg ef leyfið til friðsamlegra mótmæla yrði afturkallað. Þegar til kastanna kom mættu svo miklu fleiri en til stóð og ekki voru allir friðsamlegir. Um þúsund manns brutu niður girðingar lögreglu og fóru út af svæðinu sem ætlað var til mótmælanna og reyndu að komast að hótelinu þar sem fundurinn fer fram og búið er að girða af með tveggja metra stálgirðingu. Alveg þangað til rétt fyrir fréttir hefur lögregla átt fullt í fangi með mótmælendurna og hefur þurft að beita kylfum á fjölmarga óróaseggi. Fundurinn sjálfur hefur fallið í skuggann af mótmælunum en helstu umræðuefnin snúa að umhverfismálum og niðurfellingu skulda fátækustu ríkja heims. George Bush Bandaríkjaforseti, sem kom til Gleneagles síðdegis í dag, segist ætla að berjast fyrir því á fundinum að öðrum leiðum en Kyoto-sáttmálanum verði beitt til að sporna við áhrifum gróðurhúsalofttegunda. Þá ítrekaði hann líka þá skoðun sína að leiðtogar Afríkuríkja yrðu að láta af spillingu ef ætlunin væri að fella niður skuldir ríkja í Afríku. Erlent Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Þúsundir manna hafa mótmælt við Gleneagles í Skotlandi í allan dag þar sem leitogafundur G8-iðnríkjanna hófst síðdegis. Meira en sextíu manns hafa verið handteknir og átta lögreglumenn voru fluttir á sjúkrahús eftir mikil átök við mótmælendur. Strax eldsnemma í morgun gengu þrjú hundruð mótmælendur hreinlega berseksgang nærri fundarstaðnum. Hettuklæddir mótmælendurnir þrömmuðu um nærliggjandi götur, brutu rúður í verslunum og bílum og létu öllum illum látum. Þegar lögregla ætlaði að skakkast í leikinn gerðu mótmælendurnir aðsúg að lögreglunni, vopnaðir flöskum, steinum og járnstöngum. Einn lögreglubíll varð að flýja af vettvangi þegar hópur manna byrjaði að berja í rúður hans með járnrörum og öðrum bareflum. Þá kom til mikilla átaka á milli lögreglu og mótmælenda við aðalþjóðveginn á milli Edinborgar og Gleneagles. Vegurinn var lokaður af um tíma þar sem hundruð mótmælenda tepptu hann og reyndu að stöðva fjölmiðlafólk og embættismenn frá því að komast á fundarstaðinn. Eftir atburði morgunsins sá lögregla þann kost vænstan að aflýsta friðsömum mótmælum sem búið var að gefa leyfi fyrir í bænum Auchterarder sem er í nágrenni Gleneagles. Eftir nokkurt japl jamm, fuml og fuður var þó ákveðið að leyfa mótmælin, enda hótuðu skipuleggjendurnir að boða til harðra mótmælaaðgerða í höfuðborginni Edinborg ef leyfið til friðsamlegra mótmæla yrði afturkallað. Þegar til kastanna kom mættu svo miklu fleiri en til stóð og ekki voru allir friðsamlegir. Um þúsund manns brutu niður girðingar lögreglu og fóru út af svæðinu sem ætlað var til mótmælanna og reyndu að komast að hótelinu þar sem fundurinn fer fram og búið er að girða af með tveggja metra stálgirðingu. Alveg þangað til rétt fyrir fréttir hefur lögregla átt fullt í fangi með mótmælendurna og hefur þurft að beita kylfum á fjölmarga óróaseggi. Fundurinn sjálfur hefur fallið í skuggann af mótmælunum en helstu umræðuefnin snúa að umhverfismálum og niðurfellingu skulda fátækustu ríkja heims. George Bush Bandaríkjaforseti, sem kom til Gleneagles síðdegis í dag, segist ætla að berjast fyrir því á fundinum að öðrum leiðum en Kyoto-sáttmálanum verði beitt til að sporna við áhrifum gróðurhúsalofttegunda. Þá ítrekaði hann líka þá skoðun sína að leiðtogar Afríkuríkja yrðu að láta af spillingu ef ætlunin væri að fella niður skuldir ríkja í Afríku.
Erlent Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira