Erlent

Ætlaði í próf fyrir systur sína

Athugulir gangaverðir í ríkisháskólanum í Moskvu komu upp um svik ungs manns sem ætlaði að fara þar í próf í staðinn fyrir systur sína sem var ekki nægilega vel undirbúin. Hann klæddi sig í kvenmannsföt og setti á sig farða, gervibrjóst og hárkollu en gangavörðunum þótti unga konan svo ýkt kvenleg að þeir fóru að kanna málið nánar. Komst þá upp um kauða en haft er eftir rektor háskólans að pilturinn hafi reyndar verið virkilega flottur í dulargervinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×