Innlent

Úttekt á peningaþvætti

Innan skamms verður gerð úttekt á því hvernig Íslendingar séu í stakk búnir að takast á við alþjóðlegt peningaþvætti. Iðnaðarráðherra mun í samráði við dómsmálaráðherra móta hugmyndir um hvernig best sé að standa að málum. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra kynnti málið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun og upplýsti að næsta sumar muni úttektin fara fram á vegum stofnunar innan OECD sem sérhæfir sig í að upplýsa um alþjóðlegt peningaþvætti. Gefin hafa verið út tilmæli í fjörtíu liðum um það hvernig berjast eigi gegn alþjóðlegu peningaþvætti. Valgerður Sverrisdóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra, segir að úttekt fari fram hjá öllum þeim stofnunum og þjóðum sem eiga aðild að OECD og nú sé röðin komin að Íslendingum. Hún segir einnig að þetta sé mikilvægt mál fyrir Ísland og að það sé mikilvægt að bregðast við af fullum þunga. Hún segir einnig að ef um peningaþvætti væri að ræða megi líta á það sem grafalvarlegt mál. Hún vonar þó að hér sé ekki um peningaþvætti að ræða en segir peningaþvætti vera alvarlegt alþjóðlegt vandamál. Lagaumhverfið þarf að vera í lagi og ráðherra segir að bankastofnanir og lögregluyfirvöld muni koma að þessari vinnu sem hefst strax.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×