Sport

Golf: Sigur gegn Finnum

Karlalandsliðið í golfi var rétt í þessu að leggja Finna, 3-2, á Evrópumóti áhugamanna á Hillside-strandvellinum á Englandi. Með sigrinum tryggði íslenska liðið sér 15. sætið á mótinu af tuttugu. Sigmundur Einar Másson, Stefán Már Stefánsson og Heiðar Davíð Bragason unnu leiki sína. Magnús Lárusson tapaði sínum og sömuleiðis Örn Ævar Hjartarson og Ottó Sigurðsson í fjórmenningi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×