Erlent

Bann við boðorðunum tíu

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað um að dómshús skuli héðan af ekki hafa boðorðin tíu til sýnis. Dómshúsin sem um ræddi voru í fylkinu Kentucky og taldi dómurinn að trúarleg merking boðorðanna þar væri svo mikil að hún gengi gegn stjórnarskrárreglu um aðskilnað ríkis og kirkju. Níu dómarar dæmdu málið, fimm voru fylgjandi ákvörðuninni og fjórir á móti, sem þykir til marks um hversu umdeilt það er. Dómurinn staðfesti að það gengi ekki gegn stjórnarskránni að sýna boðorðin á öðrum opinberum stöðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×