Fundu bát með flóttamönnum 21. júní 2005 00:01 Íslendingar í ævintýraleit lentu í öðruvísi ævintýrum en þeir áttu von á við strendur Kanaríeyja. Í stað þess að landa sverðfiskum fundu þeir bát með flóttamönnum frá Afríku. Hópur íslenskra ferðalanga á Lanzarote leigði sér bát til að fara á sverðfiskaveiðar. Þeir urðu þó lítið varir uns þeir töldu sig skyndilega sjá stóran fisk í fjarska. Jói Fel, einn ferðalanganna, segir að svo hafi þeir séð einhvern veifa fána og þá hafi komið í ljós að um var að ræða þriggja metra bát. Skipstjórinn á skipi ferðalanganna hafi farið í kerfi og hringt í lögregluna en í ljós hafi komið að þetta voru flóttamenn sem að öllum líkindum voru frá Marokkó. Jói segir enn fremur að ferðalangarnir hafi ekki mátt yfirgefa flóttamennina fyrr en lögreglan kæmi á staðinn þannig að ekkert hafi orðið úr veiðunum. Þegar lögreglan hafi komið og málið hafi verið kannað nánar hafi tæplega 30 menn stigið upp úr litla bátnum, en þeir hafi að öllum líkindum verið á bátnum í nokkra daga. Pínulítill utanborðsmótor hafi verið á bátnum sem ekki hafi virkað og hann viti ekki hvort flóttamennirnir hafi verið kalla á ferðalangana til þess að hjálpa sér að hvort þeir hafi vilja að lögreglan sækti þá. Auk þess var óttast að mennirnir gætu verið vopnaðir. Jói segir það nokkuð skrýtið að þegar mennirnir hafi stigið upp úr bátnum hafi þeir allir verið fullklæddir og einn hafi meira að segja verið í síðum Frakka. Ferðalöngunum hafi verið sagt að ef flóttamennirnir hefðu náð landi hefðu þeir strax getað horfið inn í mannfjöldann án þess að nokkur tæki eftir þeim. En áður en að því kom gómaði spænska lögreglan þá. Jói segist hafa heyrt hróp og köll, jafnvel óp, þegar lögreglan fór um borð í litla bátinn. Flóttamennirnir verða nú sendir til síns heima og skipstjóranna á litla bátnum bíður fangelsisvist. Erlent Fréttir Innlent Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Íslendingar í ævintýraleit lentu í öðruvísi ævintýrum en þeir áttu von á við strendur Kanaríeyja. Í stað þess að landa sverðfiskum fundu þeir bát með flóttamönnum frá Afríku. Hópur íslenskra ferðalanga á Lanzarote leigði sér bát til að fara á sverðfiskaveiðar. Þeir urðu þó lítið varir uns þeir töldu sig skyndilega sjá stóran fisk í fjarska. Jói Fel, einn ferðalanganna, segir að svo hafi þeir séð einhvern veifa fána og þá hafi komið í ljós að um var að ræða þriggja metra bát. Skipstjórinn á skipi ferðalanganna hafi farið í kerfi og hringt í lögregluna en í ljós hafi komið að þetta voru flóttamenn sem að öllum líkindum voru frá Marokkó. Jói segir enn fremur að ferðalangarnir hafi ekki mátt yfirgefa flóttamennina fyrr en lögreglan kæmi á staðinn þannig að ekkert hafi orðið úr veiðunum. Þegar lögreglan hafi komið og málið hafi verið kannað nánar hafi tæplega 30 menn stigið upp úr litla bátnum, en þeir hafi að öllum líkindum verið á bátnum í nokkra daga. Pínulítill utanborðsmótor hafi verið á bátnum sem ekki hafi virkað og hann viti ekki hvort flóttamennirnir hafi verið kalla á ferðalangana til þess að hjálpa sér að hvort þeir hafi vilja að lögreglan sækti þá. Auk þess var óttast að mennirnir gætu verið vopnaðir. Jói segir það nokkuð skrýtið að þegar mennirnir hafi stigið upp úr bátnum hafi þeir allir verið fullklæddir og einn hafi meira að segja verið í síðum Frakka. Ferðalöngunum hafi verið sagt að ef flóttamennirnir hefðu náð landi hefðu þeir strax getað horfið inn í mannfjöldann án þess að nokkur tæki eftir þeim. En áður en að því kom gómaði spænska lögreglan þá. Jói segist hafa heyrt hróp og köll, jafnvel óp, þegar lögreglan fór um borð í litla bátinn. Flóttamennirnir verða nú sendir til síns heima og skipstjóranna á litla bátnum bíður fangelsisvist.
Erlent Fréttir Innlent Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira