Erlent

Dæmdur 41 ári síðar

Bandaríkjamaðurinn Edgar Ray Killen, sem nú er áttatíu ára, var í gær dæmdur fyrir að hafa átt aðild að morði á þremur mönnum í Mississippi af hópi Klu Klux Klan-manna árið 1964. Nákvæmlega 41 ár er liðið frá atvikunum, en setið var fyrir bíl þremenninganna, sem allir voru á þrítugsaldri, hann þvingaður út af veginum og þeir skotnir. Tveir mannanna höfðu ferðast frá New York til Fíladelfíu til að hjálpa blökkumönnum að komast á kjörskrá, en sá þriðji var heimamaður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×