Erlent

Barnaníður fær tíu ár í Kambódíu

Hollenskur karlmaður var í gær dæmdur í tíu ára fangelsi í Kambódíu fyrir að beita sex kambódíska drengi kynferðislegu ofbeldi. Lögreglan handtók Hollendinginn eftir að hafa komið að honum með tveim drengjum í áhlaupi á hótelherbergi hans fyrir nokkru. Þar lagði hún hald á 52 ljósmyndir sem sýndu hann og fleiri drengi nakta. Kambódía hefur löngum verið eftirsótt af barnaníðingum vegna slakrar löggæslu og spillingar í dómskerfinu. Undanfarið hefur lögreglan tekið harðar á ferðamönnum sem sækja í börn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×