Erlent

Þjóðaratkvæði frestað í Póllandi

Pólverjar munu fresta fyrirhugaðri kosningu um stjórnarskrá Evrópusambandsins í óákveðinn tíma að því er Aleksander Kwasniewski, forseti landsins, greindi frá í dag. Til stóð að Pólverjar greiddu atkvæði um sáttmálann í október en vegna þeirrar óvissu sem ríkir um sáttmálann eftir að Frakkar og Hollendingar höfnuðu honum telja pólsk yfirvöld ekki ástæðu til að leggja hann í dóm þjóðarinnar. Hugsanlegt er að hætt verði við þjóðaratkvæðagreiðsluna því Marek Belka, forsætisráðherra Póllands, lagði til í síðustu viku að stjórnarskráin yrði frekar lögð fyrir þingið í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin í Evrópu. Pólska þingið tekur afstöðu til tillögunnar á næstunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×