Erlent

Sótt gegn herskáum Palestínumönnum

Ísraelskar öryggissveitir hafa síðasta sólarhringinn handtekið að minnsta kosti 50 Palestínumenn sem grunaðir eru um að tilheyra herskáum samtökum í kjölfar þess að átök hafa aftur blossað upp á milli Ísraela og Palestínumanna. Þetta er í fyrsta sinn í hálft ár sem öryggissveitirnar láta til sín taka fyrir alvöru, en síðustu tvo daga hafa tveir Ísraelar látist í árásum palestínskra uppreisnarmanna. BBC hefur eftir foringja innan Ísraelshers að þolinmæði Ísraela gagnvart uppreisnarhópum Palestínu sé á þrotum og því hafi verið látið til skarar skríða. Átök síðustu tveggja sólarhringa hafa varpað skugga á fund Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmouds Abbas, leiðtoga Paletínu, í dag en þeir munu m.a. ræða fyrirhugaðan brottflutning gyðinga frá landnemabyggðum á Gasasvæðinu og Vesturbakkanum og öryggismál á svæðum Ísraela og Palestínumanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×