Erlent

CIA segist vita um bin Laden

Porter Goss, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, kvaðst í viðtali við tímaritið Time hafa "prýðilega hugmynd" um hvar Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída, felur sig. Hann nefndi þó ekki hvar sá staður væri né hvenær áformað væri að handsama manninn. Goss viðurkenndi í viðtalinu að veikir hlekkir væru í hinu svonefnda stríði gegn hryðjuverkum og því gæti orðið erfitt að góma eftirlýsta hryðjuverkamenn. Þótt Goss hafi ekki nefnt Pakistan sem dvalarstað bin Laden er talið að hann hafist við þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×