Heldur hlífiskildi yfir Mugabe 18. júní 2005 00:01 Breskur þingmaður hefur gagnrýnt forseta Suður-Afríku harkalega fyrir að halda hlífiskildi yfir Robert Mugabe, forseta Simbabves. Þingmaðurinn er nýkomin úr leynilegri heimsókn til Simbabves og segir Mugabe vera í stríði við eigin þjóð. Hundruð þúsunda manna hafa orðið að flýja heimili sín í Simbabve að undanförnu, og ekki bara flýja heldur brjóta niður hús sín. Ríkisstjórn Mugabes vill fá landið sem þessi hús standa á til einhverra nota og hefur því lýst byggingu þeirra ólöglega. Margt af þessu fólki hefur orðið að flýja út í sveitir landsins og þannig misst þau störf sem það hugsanlega hafði til að framfleyta fjölskyldu sinni. Raunar er atvinnuleysi ógnvænlegt í Simbabve. Simbabve, sem eitt sinn var blómlegt land og flutti út matvæli, er löngu orðið gjaldþrota undir ógnarstjórn Mugabes. Íbúarnir verða að treysta á matargjafir erlendis frá og jafnvel þann mat fær það ekki nema það styðji forsetann. Það má eiginlega segja að Mugabe sitji í skjóli Thabos Mbekis, forseta Suður-Afríku, sem lagði blessun sína yfir sigur Mugabes í nýafstöðnum kosningum og hefur staðið gegn því að hann yrði beittur refsiaðgerðum. Þetta gagnrýnir breski þingmaðurinn, Kate Hoey. Hún segir eiginlega hafa ríkt þagnarsamsæri því ef Bretar hefðu afskipti af Simbabve myndi það minna á nýlendutímann. „Þetta er fátækasta fólkið í Afríku og þess eigin ríkisstjórn er að koma því í skelfilegar aðstæður. Ríkisstjórnin okkar verður að gera eitthvað í þessu í stað þess að sitja hjá og fylgjast þegjandi með þessu gerast,“ segir Hoey. Hoey er þingmaður verkamannaflokks Tonys Blair og er nefndarforseti í fjölflokka þingnefnd sem fer með mál Simbabves. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Breskur þingmaður hefur gagnrýnt forseta Suður-Afríku harkalega fyrir að halda hlífiskildi yfir Robert Mugabe, forseta Simbabves. Þingmaðurinn er nýkomin úr leynilegri heimsókn til Simbabves og segir Mugabe vera í stríði við eigin þjóð. Hundruð þúsunda manna hafa orðið að flýja heimili sín í Simbabve að undanförnu, og ekki bara flýja heldur brjóta niður hús sín. Ríkisstjórn Mugabes vill fá landið sem þessi hús standa á til einhverra nota og hefur því lýst byggingu þeirra ólöglega. Margt af þessu fólki hefur orðið að flýja út í sveitir landsins og þannig misst þau störf sem það hugsanlega hafði til að framfleyta fjölskyldu sinni. Raunar er atvinnuleysi ógnvænlegt í Simbabve. Simbabve, sem eitt sinn var blómlegt land og flutti út matvæli, er löngu orðið gjaldþrota undir ógnarstjórn Mugabes. Íbúarnir verða að treysta á matargjafir erlendis frá og jafnvel þann mat fær það ekki nema það styðji forsetann. Það má eiginlega segja að Mugabe sitji í skjóli Thabos Mbekis, forseta Suður-Afríku, sem lagði blessun sína yfir sigur Mugabes í nýafstöðnum kosningum og hefur staðið gegn því að hann yrði beittur refsiaðgerðum. Þetta gagnrýnir breski þingmaðurinn, Kate Hoey. Hún segir eiginlega hafa ríkt þagnarsamsæri því ef Bretar hefðu afskipti af Simbabve myndi það minna á nýlendutímann. „Þetta er fátækasta fólkið í Afríku og þess eigin ríkisstjórn er að koma því í skelfilegar aðstæður. Ríkisstjórnin okkar verður að gera eitthvað í þessu í stað þess að sitja hjá og fylgjast þegjandi með þessu gerast,“ segir Hoey. Hoey er þingmaður verkamannaflokks Tonys Blair og er nefndarforseti í fjölflokka þingnefnd sem fer með mál Simbabves.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira