Erlent

25 þúsund manns sagt upp hjá GM

Bandaríski bílaframleiðslurisinn General Motors hyggst segja upp 25 þúsund manns í Bandaríkjunum fyrir árið 2008 og ætlar fyrirtækið jafnframt að loka nokkrum verksmiðjum sínum fyrir þann tíma. Í dag starfa um 111 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Rick Wagoner, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir hagræðingu þessa muni spara GM yfir 2,5 milljarða bandaríkjadollara, eða sem nemur um 160 milljörðum íslenskra króna á ári. Niðurskurðurinn kemur ekki á óvart en starfsmenn hafa þó lýst yfir óánægju sinni sem og með þá óvissu sem sífellt er við lýði innan fyrirtækisins. Sala GM hefur dalað á síðustu árum enda samkeppnin sífellt harðari og segja stjórnendur þessi skref nú nauðsynleg svo ekki þurfi að fara í róttækari aðgerðir seinna meir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×