Erlent

Tveir létust í eldsvoða

Frejus-göngunum í Alpafjöllunum sem tengja borgirnar Lyon í Fraklandi og Tórínó á Ítalíu verður lokað um óákveðinn tíma eftir slys sem átti sér þar stað á laugardag. Eldur kviknaði í vörubíl sem flutti hjólbarða og urðu í það minnsta þrjú önnur ökutæki eldinum að bráð. Tveir slóvenskir vörubílstjórar létu lífið í slysinu. Samgönguráðherra Ítalíu og franskur starfsbróðir hans hittust á slysstað og hrósuðu samvinnu ítalskra og franskra slökkviliðsmanna við þær erfiðu aðstæður sem sköpuðust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×