Erlent

Prinsessa verður drottning

Anders Fogh Rassmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hyggst beita sér fyrir því að lögum verði breytt á þann veg að tryggt verði að barn Friðriks krónprins og Mary Donaldsson verði ríkisarfi hvort sem það verður piltur eða stúlka. Þjóðernissinnaði flokkurinn Dansk Folkeparti hefur beitt sér mjög fyrir því að ríkisarfi geti einungis verið piltur en aðrir flokkar hafa lýst þeirri skoðun að það eigi ekki að skipta máli. Sósíaldemókratar, Radikale og Sósíalíski þjóðarflokkurinn vilja breyta stjórnarskránni til að tryggja þetta en því vísar forsætisráðherrann á bug, segir að venjuleg lagabreyting dugi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×