Erlent

Ákvörðun um mál N-Kóreu á næstunni

Ákvörðun um hvort leggja eigi kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu fyrir Sameinuðu þjóðirnar verður væntanlega tekin á næstu vikum. Það gæti leitt til refsiaðgerða gegn landinu. Bandaríkjamenn eru orðnir mjög þreyttir á stífni Norður-Kóreumanna sem þráast við að mæta aftur til sex ríkja samráðsfunda um kjarnorkumál. Þeir eru hins vegar tregir til þess að leggja málið fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þar sem Norður-Kórea býr þegar við hungursneyð og ekki er bætandi á ástandið með refsiaðgerðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×