Erlent

Ætluðu að særa út illan anda

Þrír Angólamenn sem búa í Bretlandi hafa verið sakfelldir fyrir misþyrmingar á barni sem þeir töldu að væri norn. Í ársbyrjun 2003 barst ættingjum átta ára gamallar angólskrar stúlku sem býr í Hackney í Lundúnum orðrómur um að telpan væri viðriðin einhvers konar kukl. Þeir ákváðu því að særa úr henni illan anda með því að skera hana, hýða með belti og nudda chilli-pipar í augu hennar. Ættingjarnir höfðu auk þess í hyggju að varpa henni ofan í á sem rennur fyrir utan heimili þeirra. Dómur hefur ekki verið kveðinn upp en búist er við að þremenningarnir verði settir í fangelsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×