Erlent

Ofbeldið heldur áfram

Ekkert lát er á ofbeldinu í Írak en í fyrrinótt biðu tíu manns bana í sjálfmorðssprengjuárás sem gerð var í þorpinu Yethrib skammt frá Bagdad. Hinir látnu voru flestir meðlimir í dulspekihreyfingu sjía og höfðu safnast saman við trúarathöfn. Uppreisnarmenn skutu auk þess til bana tvo háttsetta íraska embættismenn í Kirkuk og Samarra. Þá létust tveir Írakar, annar þeirra barn, í árekstri við bandarískan herjeppa. Að minnsta kosti 825 manns hafa fallið í ofbeldishrinunni sem hefur geisað í landinu síðan ríkisstjórn al-Jaafari tók við völdum í apríllok.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×