Erlent

Erdogan kveðst vonsvikinn

Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, lýsti í viðtali við AP-fréttastofuna í gær vonbrigðum sínum með að Frakkar og Hollendingar hefðu fellt stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins en sagði að Tyrkir myndu engu að síður þýsta á um að fá aðild að sambandinu. Úrslitin í vikunni þýða að líkurnar á aðild Tyrkja að ESB hafa dvínað verulega en stór hluti þeirra sem hafnaði sáttmálanum er talinn mjög andsnúinn henni. Þegar við bætist andstaða Angelu Merkel, sem gæti orðið kanslari í Þýskalandi í haust, við inngöngu Tyrkja er útlitið fyrir þá dökkt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×