Erlent

Talinn ógna þjóðaröryggi Noregs

Dómsmál Mullah Krekar gegn norskum stjórnvöldum hófst í dag. Krekar er stofnandi kúrdnesku samtakanna Ansar al-Islam sem grunuð eru um hryðjuverk í Írak. Hann hefur síðan 1991 haft stöðu pólitísks flóttamanns í Noregi en nýverið fyrirskipuðu norsk yfirvöld að vísa bæri honum úr landi þar sem þau telja hann ógnun við þjóðaröryggi. Krekar hefur nú hafið dómsmál þar sem hann fer fram á afturköllun skipunarinnar. Talið er að málið geti velkst árum saman í dómskerfinu áður en niðurstaða fæst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×