Erlent

Grunar börn um morðtilraun

Lögregla í Bretlandi heldur áfram að yfirheyra þrjú 11 og 12 ára börn sem handtekin voru grunuð um að reyna að myrða fimm ára dreng. Talið er að börnin hafi reynt að hengja hinn fimm ára Anthony Hinchcliff en hann var bæði marinn víða á líkamanum og með för á hálsi þegar hann fannst í skóglendi í Dewsbury í Vestur-Yorkshire í gær. Lögregla handtók í gær fimm börn vegna málsins, tvær stúlkur og þrjá drengi, en tveimur drengjum var sleppt eftir yfirheyrslur. Lögregla leitar þó enn tveggja eða þriggja barna sem talin eru tengjast málinu en ekkert barnanna er tengt fórnarlambinu. Lögregla útilokar ekki að drengnum hafi hreinlega verið rænt en hún yfirheyrir hann nú til að komast til botns í málinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×