Erlent

Sýndu myndband af aftökum

Yfirvöld í Serbíu og Svartfjallalandi greindu frá því að þau hefðu handtekið nokkra hermenn sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í þjóðarmorðunum í Srebrenica árið 1995. Sjónvarpsstöðvar í landinu birtu nýlega myndir af því þegar hermennnir tóku sex bosníska múslíma af lífi með því að skjóta þá í bakið. Vojislav Kostunica, forsætisráðherra Serbíu, sagði myndirnar hræðilegar og lofaði því að gjörningsmennirnir yrðu dregnir fyrir dóm, en þetta er líklega í fyrsta sinn sem svo grófar myndir af fjöldamorðunum í Srebrenica eru birtar í serbnesku sjónvarpi. Alls er talið að hersveitir Bosníu-Serba hafi drepið um átta þúsund múslíma í Srebrenica, en myndbandið sem birt var verður notað sem sönnungargang í réttarhöldunum yfir fyrrverandi forseta Júgóslavíu, Slobodan Milodevic.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×