Vilja fjármuni til varnar MÓSU 2. júní 2005 00:01 Vá er fyrir dyrum á Norðurlöndum vegna mikillar aukningar á fjölónæmum bakteríum, ef ekki verður að gert. Þetta er niðurstaða vinnuhóps norrænna sýklafræðinga og smitsjúkdómalækna. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítala-háskólasjúkrahúss, segir þetta ekki koma á óvart því menn hefðu vitað hvert stefndi. Í skýrslu vinnuhópsins kemur fram að staðan er langverst í Finnlandi. Hér á landi var ástandið nokkuð stöðugt á árunum 1986-1999 með 0-5 ný tilvik á ári. Aukningar á þessum fjölónæmu bakteríum varð vart hér á árunum 2000-2002, en á næstu tveimur árum fækkaði sýkingum aftur. Á þessu ári hefur MÓSA-sýkingum fjölgað hér á nýjan leik og á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru þau orðin 16 á móti 8 í fyrra. "Ef ekkert yrði gert að frekar en við gerum í dag, myndum við enda líkt og hinar Evrópuþjóðirnar sem eru í verulegum vandræðum með þessa bakteríu," sagði Karl. "Við viljum ekki fara í það far því þegar þessar bakteríur eru einu sinni orðnar landlægar á spítölum er mjög erfitt að uppræta þær." Karl sagði að vinnuhópurinn hefði sent niðurstöður sína til heilbrigðisyfirvalda allra Norðurlandanna. "Tilgangurinn er að fá stjórnmálamenn og almenning í lið með okkur," sagði hann enn fremur. "Það mun kosta meiri peninga að halda í horfinu en við erum að eyða í varnir í dag. Það þarf að samhæfa reglurnar milli Norðurlandanna. Það þurfa að vera skýrar reglur um leit og einangrun á MÓSA-tilfellum. Aðstæður eru víða slæmar. Það skortir einangrunarherbergi á sjúkrahúsum og samræmda eftirfylgni með reglunum." Karl kvaðst ekki geta sagt til um hver kostnaðurinn gæti orðið við nauðsynlegar aðgerðir hér á landi. Í hugmyndum um nýtt sjúkrahús LSH væri gert ráð fyrir einmenningsherbergjum að stærstum hluta, sem væri mjög þýðingarmikið. Fram að því þyrfti að gera ráð fyrir kostnaðarsömum aðgerðum til að mynda með leit að MÓSA-bakteríunni, einangrunarvist fyrir þá sem væru með hana og jafnvel að loka deildum. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Vá er fyrir dyrum á Norðurlöndum vegna mikillar aukningar á fjölónæmum bakteríum, ef ekki verður að gert. Þetta er niðurstaða vinnuhóps norrænna sýklafræðinga og smitsjúkdómalækna. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítala-háskólasjúkrahúss, segir þetta ekki koma á óvart því menn hefðu vitað hvert stefndi. Í skýrslu vinnuhópsins kemur fram að staðan er langverst í Finnlandi. Hér á landi var ástandið nokkuð stöðugt á árunum 1986-1999 með 0-5 ný tilvik á ári. Aukningar á þessum fjölónæmu bakteríum varð vart hér á árunum 2000-2002, en á næstu tveimur árum fækkaði sýkingum aftur. Á þessu ári hefur MÓSA-sýkingum fjölgað hér á nýjan leik og á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru þau orðin 16 á móti 8 í fyrra. "Ef ekkert yrði gert að frekar en við gerum í dag, myndum við enda líkt og hinar Evrópuþjóðirnar sem eru í verulegum vandræðum með þessa bakteríu," sagði Karl. "Við viljum ekki fara í það far því þegar þessar bakteríur eru einu sinni orðnar landlægar á spítölum er mjög erfitt að uppræta þær." Karl sagði að vinnuhópurinn hefði sent niðurstöður sína til heilbrigðisyfirvalda allra Norðurlandanna. "Tilgangurinn er að fá stjórnmálamenn og almenning í lið með okkur," sagði hann enn fremur. "Það mun kosta meiri peninga að halda í horfinu en við erum að eyða í varnir í dag. Það þarf að samhæfa reglurnar milli Norðurlandanna. Það þurfa að vera skýrar reglur um leit og einangrun á MÓSA-tilfellum. Aðstæður eru víða slæmar. Það skortir einangrunarherbergi á sjúkrahúsum og samræmda eftirfylgni með reglunum." Karl kvaðst ekki geta sagt til um hver kostnaðurinn gæti orðið við nauðsynlegar aðgerðir hér á landi. Í hugmyndum um nýtt sjúkrahús LSH væri gert ráð fyrir einmenningsherbergjum að stærstum hluta, sem væri mjög þýðingarmikið. Fram að því þyrfti að gera ráð fyrir kostnaðarsömum aðgerðum til að mynda með leit að MÓSA-bakteríunni, einangrunarvist fyrir þá sem væru með hana og jafnvel að loka deildum.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira