Út á hvað gengur stjórnarskrá ESB? 26. maí 2005 00:01 Út á hvað gengur þessi umdeilda stjórnarskrá Evrópusambandsins sem virðist vekja hörð viðbrögð um alla álfuna? Fréttamaður Stöðvar 2 rýndi í skjalið og skýrir málið. Evrópusambandið var upphaflega bandalag sex ríkja og stjórnkerfi þess er arfleiðs þess tíma. Nú er það samband tuttugu og fimm ríkja og 450 milljóna íbúa og því er nauðsynlegt að gera breytingar. Margir íbúar sambandsins óttast að þetta þýði skref í áttina að sambandsríki, en því er hafnað í Brüssel. Raunar er stjórnarskráin, sem kynnt var fyrir ári, málamiðlum á milli þeirra sem vilja stíga skref í átt að sambandsríki og þeirra sem vilja halda sjálfsstjórn. Í henni er steypt saman fjöldamörgum sáttmálum og samningum sem þegar eru í gildi í þeim tilgangi að auka gegnsæi, efla stofnanir og festa í sessi þau gildi sem Evrópusambandið á að standa fyrir. Framvegis dugir til að mynda meirihluti atkvæða til að fá atriði samþykkt en þó með þeim fyrirvara að meirihlutinn verður að vera 55 prósent af þeim sem sitja í ráðherraráðinu, ekki færri en fimmtán ráðherrar, og þeir verða að vera fulltrúar í það minnsta 65 prósenta íbúa sambandsins. Verði stjórnarskráin samþykkt bætast við embætti forseta Evrópusambandsins, en sem stendur er því embætti skipt á milli aðildarríkjanna á hálfs árs fresti, og utanríkisráðherra kæmi til. Nú þegar er til fáni, þjóðsöngur og umfangsmikil embættismannastétt og þykir ýmsum þetta minna mjög á þjóðríki. Því er heldur ekki neitað að stjórnarskráin eykur á miðstýringuna - embættismannaveldið í Brüssel fær meira að gera. Það er þó ekki hræðslan við skrifræðisbáknið í Brüssel sem hræðir íbúa þeirra landa þar sem efinn er sem mestur: Frakkar vilja refsa Chirac forseta fyrir stefnu hans og finnst að auki sem efnahagsmál fái angló-saxneskan blæ í stjórnarskránni. Í Hollandi er það óttinn við innflytjendavanda sem eykur andstöðuna. Bretar eru einnig fullir efasemda en felli Holland og Frakkland stjórnarskrána er talið víst að Tony Blair sjái ekki tilgang í þjóðaratkvæðagreiðslu og að stjórnarskráin sé í raun og veru andvana fædd. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Út á hvað gengur þessi umdeilda stjórnarskrá Evrópusambandsins sem virðist vekja hörð viðbrögð um alla álfuna? Fréttamaður Stöðvar 2 rýndi í skjalið og skýrir málið. Evrópusambandið var upphaflega bandalag sex ríkja og stjórnkerfi þess er arfleiðs þess tíma. Nú er það samband tuttugu og fimm ríkja og 450 milljóna íbúa og því er nauðsynlegt að gera breytingar. Margir íbúar sambandsins óttast að þetta þýði skref í áttina að sambandsríki, en því er hafnað í Brüssel. Raunar er stjórnarskráin, sem kynnt var fyrir ári, málamiðlum á milli þeirra sem vilja stíga skref í átt að sambandsríki og þeirra sem vilja halda sjálfsstjórn. Í henni er steypt saman fjöldamörgum sáttmálum og samningum sem þegar eru í gildi í þeim tilgangi að auka gegnsæi, efla stofnanir og festa í sessi þau gildi sem Evrópusambandið á að standa fyrir. Framvegis dugir til að mynda meirihluti atkvæða til að fá atriði samþykkt en þó með þeim fyrirvara að meirihlutinn verður að vera 55 prósent af þeim sem sitja í ráðherraráðinu, ekki færri en fimmtán ráðherrar, og þeir verða að vera fulltrúar í það minnsta 65 prósenta íbúa sambandsins. Verði stjórnarskráin samþykkt bætast við embætti forseta Evrópusambandsins, en sem stendur er því embætti skipt á milli aðildarríkjanna á hálfs árs fresti, og utanríkisráðherra kæmi til. Nú þegar er til fáni, þjóðsöngur og umfangsmikil embættismannastétt og þykir ýmsum þetta minna mjög á þjóðríki. Því er heldur ekki neitað að stjórnarskráin eykur á miðstýringuna - embættismannaveldið í Brüssel fær meira að gera. Það er þó ekki hræðslan við skrifræðisbáknið í Brüssel sem hræðir íbúa þeirra landa þar sem efinn er sem mestur: Frakkar vilja refsa Chirac forseta fyrir stefnu hans og finnst að auki sem efnahagsmál fái angló-saxneskan blæ í stjórnarskránni. Í Hollandi er það óttinn við innflytjendavanda sem eykur andstöðuna. Bretar eru einnig fullir efasemda en felli Holland og Frakkland stjórnarskrána er talið víst að Tony Blair sjái ekki tilgang í þjóðaratkvæðagreiðslu og að stjórnarskráin sé í raun og veru andvana fædd.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira