Myndir af Saddam valda fjaðrafoki 20. maí 2005 00:01 Bresk og bandarísk dagblöð birtu í gær ljósmyndir af Saddam Hussein í nærfötunum einum klæða, en birting myndanna olli strax miklu fjaðrafoki. Myndirnar kváðu vera teknar fyrir um ári og sýna Íraksleiðtogann fyrrverandi vera að setja plögg af sér í þvottavél þar sem honum er haldið í fangelsi. Forsvarsmenn Bandaríkjahers brugðust ókvæða við og boðuðu flýtirannsókn á því hvernig myndirnar væru til komnar. Talsmenn Alþjóða Rauða krossins sögðu myndbirtinguna hugsanlega brot á Genfarsáttmálanum um meðferð fanga. Að sögn æsifréttablaðanna The Sun í Bretlandi og New York Post í Bandaríkjunum eru myndirnar fengnar hjá ónafngreindum starfsmanni Bandaríkjahers. Myndbirtingin reitti ekki aðeins Bandaríkjaher til reiði, heldur er fastlega búist við því að hún kyndi undir andúð á Bandaríkjamönnum í Írak. Aðallögmaður Saddams, Ziad al-Khasawneh, sagði að lögfræðingateymi hans væri að undirbúa lögsókn á hendur The Sun fyrir að birta það sem hann kallaði "móðgun við mannkyn, araba og írösku þjóðina". "Það sést glögglega að þessar myndir eru teknar innan veggja fangelsisins, sem þýðir að bandarískir hermenn hljóta að hafa tekið þær," sagði al-Khasawneh í símaviðtali við AP. Hann sagði myndbirtinguna þátt í "víðtæku stríði gegn múslima- og arabaþjóðum", ásamt misþyrmingum fanga í Abu Ghraib-fangelsinu í Bagdad, meintri vanvirðingu Kóransins í Guantanamo-fangabúðunum og fleiru. George W. Bush Bandaríkjaforseti tjáði fjölmiðlum í gær að hann teldi slíka myndbirtingu ekki til þess fallna að kynda undir hatri á Bandaríkjamönnum í Írak. "Ég held að ljósmynd sé morðingjum ekki innblástur," sagði hann spurður um viðbrögð við myndbirtingunni á blaðamannafundi með Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem var í heimsókn í Hvíta húsinu. Erlent Fréttir Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Bresk og bandarísk dagblöð birtu í gær ljósmyndir af Saddam Hussein í nærfötunum einum klæða, en birting myndanna olli strax miklu fjaðrafoki. Myndirnar kváðu vera teknar fyrir um ári og sýna Íraksleiðtogann fyrrverandi vera að setja plögg af sér í þvottavél þar sem honum er haldið í fangelsi. Forsvarsmenn Bandaríkjahers brugðust ókvæða við og boðuðu flýtirannsókn á því hvernig myndirnar væru til komnar. Talsmenn Alþjóða Rauða krossins sögðu myndbirtinguna hugsanlega brot á Genfarsáttmálanum um meðferð fanga. Að sögn æsifréttablaðanna The Sun í Bretlandi og New York Post í Bandaríkjunum eru myndirnar fengnar hjá ónafngreindum starfsmanni Bandaríkjahers. Myndbirtingin reitti ekki aðeins Bandaríkjaher til reiði, heldur er fastlega búist við því að hún kyndi undir andúð á Bandaríkjamönnum í Írak. Aðallögmaður Saddams, Ziad al-Khasawneh, sagði að lögfræðingateymi hans væri að undirbúa lögsókn á hendur The Sun fyrir að birta það sem hann kallaði "móðgun við mannkyn, araba og írösku þjóðina". "Það sést glögglega að þessar myndir eru teknar innan veggja fangelsisins, sem þýðir að bandarískir hermenn hljóta að hafa tekið þær," sagði al-Khasawneh í símaviðtali við AP. Hann sagði myndbirtinguna þátt í "víðtæku stríði gegn múslima- og arabaþjóðum", ásamt misþyrmingum fanga í Abu Ghraib-fangelsinu í Bagdad, meintri vanvirðingu Kóransins í Guantanamo-fangabúðunum og fleiru. George W. Bush Bandaríkjaforseti tjáði fjölmiðlum í gær að hann teldi slíka myndbirtingu ekki til þess fallna að kynda undir hatri á Bandaríkjamönnum í Írak. "Ég held að ljósmynd sé morðingjum ekki innblástur," sagði hann spurður um viðbrögð við myndbirtingunni á blaðamannafundi með Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem var í heimsókn í Hvíta húsinu.
Erlent Fréttir Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira