Erlent

Hundruða saknað eftir sjóslys

Ekkert lát er á sjóslysum í Bangaldess en í gær varð þriðja mannskæða slysið á einni viku. Á sunnudaginn drukknuðu í það minnsta 88 manns þegar ferja sökk úti fyrir Patuakhali-héraði en í bátnum var haldin brúðkaupsveisla. Á þriðjudaginn hvolfdi annarri ferju á fljóti í Manikganj-héraði með 250 innanborðs. 33 lík höfðu fundist í gær. Í gær sökk svo togari við ósa Meghna-fljótsins þar sem mikið óveður geisaði. Um hundrað manns voru um borð og er að minnsta kosti þrjátíu þeirra saknað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×