Erlent

Niðurskurðarstofnun skorin niður

Tékknesk yfirvöld, sem vinna nú að því að einfalda stjórnsýslu og draga úr skrifræði í kjölfar þess að járntjaldið féll, hafa byrjað á vitlausum enda ef svo má segja. Fjörutíu starfsmönnum stofnunar sem gera átti kerfið skilvirkara og draga úr útþenslu þess hefur nefnilega verið sagt upp. Stofnunin var sett á fót fyrir þremur árum en hefur gengið illa að fá stjórnmálamenn til að samþykkja tillögur sínar að umbótum og minna skrifræði í landinu. Stjórnkerfi Tékklands hefur oft verið líkt við völundarhús og í tíð kommúnismans reyndist þrautin þyngri að verða sér út um allt frá byggingarleyfi til vegabréfs. Á síðustu árum hefur nokkuð dregið úr skrifræðinu með aukinni nútímavæðingu en enn dragast þó dómsmál í mörg ár og afgreiðslutíma stofnana er fylgt af ýtrustu nákvæmni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×