Erlent

Dæmd fyrir pyntingar

Herréttur í Texas hefur dæmt Sabrinu Harman í sex mánaða fangelsi fyrir að misþyrma íröskum föngum í Abu Ghraib-fangelsinu síðla árs 2003. Á meðan yfirheyrslum stóð brast Harman í grát og sagðist sjá mjög eftir hegðun sinni. Harman er annar hermaðurinn sem er dæmdur fyrir misþyrmingar í Abu Ghraib en í janúar fékk Charles Graner tíu ára dóm. Lynndie England bíður eftir að refsing hennar verði ákveðin. Ekki er búist við að nokkur hátt settur embættismaður verði dreginn til ábyrgðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×