Ræðir mannréttindi við Kínverja 16. maí 2005 00:01 Mannréttindi eru alls ekki afstæð, segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem ætlar að ræða mannréttindi við kínverska ráðamenn á næstu dögum. Hann segir þó að gera megi ráð fyrir að lýðræðisþróun í Kína taki tíma. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, er í för með forsetanum í opinberri heimsókn hans í Kína. Þegar kemur að viðskiptum við Kína, þetta fjölmennasta ríki heims, erum við Íslendingar eftirbátar þeirra ríkja sem við viljum helst bera okkur saman við. Það viljum við ekki og því er forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, kominn til Kína. Með forsetanum í þessari vikulöngu opinberu heimsókn er fjölmennasta viðskiptasendinefnd sem farið hefur frá Íslandi. Í Kína býr fimmtungur jarðarbúa í hratt vaxandi hagkerfi og tækifærin eru næg fyrir gott fólk. Ólafur Ragnar segir margt benda til að ráðamenn í Kína vilji auka viðskiptin við litlu eyþjóðina í norðri. Hann segir mikilvægt að íslensku viðskiptaaðilarnir nýti sér þessa velvild því heimsóknin sé ekki aðeins mikilvæg þá daga sem hún standi heldur fyrst og fremst sem jarðvegsvinna til að allir þeir íslensku fulltrúar sem þarna séu geti vitnað til þátttöku sinnar í heimsókninni og þannig notfært sér hana á næstu árum til að styrkja sín tengsl. Það er ekki einungis viðskiptamenn hér í Kína til að leita að tengslum; hér er líka fólk úr háskólasamfélaginu og listalífinu en í listum hefur frelsi aukist í Kína eins og á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Willy Tsao, listrænn stjórnandi dansflokksins í Kína, segir að áður fyrr hafi það verið stefna stjórnvalda að listin ætti að þjóna fólkinu, sem túlka mætti á marga vegu. „Núna, þegar Kína hyggst ganga í samfélag þjóðanna, kunna Kínverjar að meta tækifærin fyrir listamennina til að sýna hið raunverulega Kína fyrir umheiminum,“ segir Tsao. „Það er mjög mikilvægt, bæði fyrir listamennina og Kína,“ segir Tsao. Ólafur Ragnar segist ætla að ræða mannréttindamál við kínverska ráðamenn, þ.á m. forsetann, Hu Jintao, sem hann hittir á morgun. Hann segir eitt af því sem geri heimsókn af þessu tagi mikilvæga sé að það geri Íslendingum kleift að ná beinu sambandi við ráðamenn í Kína og þróa þessa umræðu. Aðspurður hvort af því megi skilja að mannréttindi séu ekki afstæð í huga hans segir Ólafur Ragnar svo alls ekki vera. Mannréttindi séu grundvallarþáttur í framþróun þjóða og þroska einstaklinga og 21. öldin sé kannski mesta tækifæri lýðræðisþróunar sem við höfum fengið. Fréttir Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Sjá meira
Mannréttindi eru alls ekki afstæð, segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem ætlar að ræða mannréttindi við kínverska ráðamenn á næstu dögum. Hann segir þó að gera megi ráð fyrir að lýðræðisþróun í Kína taki tíma. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, er í för með forsetanum í opinberri heimsókn hans í Kína. Þegar kemur að viðskiptum við Kína, þetta fjölmennasta ríki heims, erum við Íslendingar eftirbátar þeirra ríkja sem við viljum helst bera okkur saman við. Það viljum við ekki og því er forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, kominn til Kína. Með forsetanum í þessari vikulöngu opinberu heimsókn er fjölmennasta viðskiptasendinefnd sem farið hefur frá Íslandi. Í Kína býr fimmtungur jarðarbúa í hratt vaxandi hagkerfi og tækifærin eru næg fyrir gott fólk. Ólafur Ragnar segir margt benda til að ráðamenn í Kína vilji auka viðskiptin við litlu eyþjóðina í norðri. Hann segir mikilvægt að íslensku viðskiptaaðilarnir nýti sér þessa velvild því heimsóknin sé ekki aðeins mikilvæg þá daga sem hún standi heldur fyrst og fremst sem jarðvegsvinna til að allir þeir íslensku fulltrúar sem þarna séu geti vitnað til þátttöku sinnar í heimsókninni og þannig notfært sér hana á næstu árum til að styrkja sín tengsl. Það er ekki einungis viðskiptamenn hér í Kína til að leita að tengslum; hér er líka fólk úr háskólasamfélaginu og listalífinu en í listum hefur frelsi aukist í Kína eins og á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Willy Tsao, listrænn stjórnandi dansflokksins í Kína, segir að áður fyrr hafi það verið stefna stjórnvalda að listin ætti að þjóna fólkinu, sem túlka mætti á marga vegu. „Núna, þegar Kína hyggst ganga í samfélag þjóðanna, kunna Kínverjar að meta tækifærin fyrir listamennina til að sýna hið raunverulega Kína fyrir umheiminum,“ segir Tsao. „Það er mjög mikilvægt, bæði fyrir listamennina og Kína,“ segir Tsao. Ólafur Ragnar segist ætla að ræða mannréttindamál við kínverska ráðamenn, þ.á m. forsetann, Hu Jintao, sem hann hittir á morgun. Hann segir eitt af því sem geri heimsókn af þessu tagi mikilvæga sé að það geri Íslendingum kleift að ná beinu sambandi við ráðamenn í Kína og þróa þessa umræðu. Aðspurður hvort af því megi skilja að mannréttindi séu ekki afstæð í huga hans segir Ólafur Ragnar svo alls ekki vera. Mannréttindi séu grundvallarþáttur í framþróun þjóða og þroska einstaklinga og 21. öldin sé kannski mesta tækifæri lýðræðisþróunar sem við höfum fengið.
Fréttir Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Sjá meira