Erlent

Skærur milli Ísraela og Hizbollah

Til átaka kom á milli Hizbollah-skæruliða og ísraelskra hermanna nærri landamærum Ísraels og Líbanons í dag. Að sögn talsmanna skæruliðasamtakanna var sprengikúlum skotið á bækistöð Ísraelshers nærri landamærunum til þess að hefna fyrir árásir Ísraela, eins og það er orðað, og svöruðu ísraelskir hermenn með því að skjóta á hæðir nærri líbönskum landamærabæ þar skæruliðahópurinn hefur stöðvar. Þá segja vitni að ísraelskar herþotur hafi einnig tekið þátt í árásinni, en átökin áttu sér stað nærri landsvæði sem Ísraelar hafa hernumið en Líbanar og Sýrlendingar gera tilkall til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×