Erlent

Ruglað saman af ásettu ráði

Vera má að Abu Faraj al-Libbi sem handtekinn var í síðustu viku í Pakistan sé ekki eins hátt settur innan al-Kaída eins og stjórnvöld halda fram. Í grein á vefútgáfu The Times er því haldið fram að al-Libbi hafi fram að þessu verið aðeins þekktur fyrir tilræði við Musharraf, forseta Pakistans. Hins vegar er Anas al-Liby, sem eins og al-Libbi er frá Líbíu, eftirlýstur fyrir sprengjuárásir á bandarísku sendiráðin í Keníu og Tansaníu árið 1998 sem jafnan eru talin verk al-Kaída. Greinarhöfundar segja að Bandaríkjastjórn hafi viljandi ruglað þeim saman til sýna fram á árangur í "stríðinu gegn hryðjuverkum".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×