Innlent

Fjarlægðu gáma af varpsvæði kríu

Fyrirtækið Bechtel, sem vinnur að byggingu Fjarðaráls, hefur flutt til gáma sem komið hafði verið fyrir á kríuvarpsvæði við höfnina á Reyðarfirði. Athugull íbúi Reyðarfjarðar vakti athygli á að geymsla gámanna á þessu svæði hindraði kríurnar í að hefja hreiðurgerð. Brugðist var við athugasemdinni og voru gámarnir færðir hið fyrsta og kríunni gefið eftir landið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×