Erlent

Hreyfing vinni gegn krabbameini

Gildi þess að hreyfa sig reglulega verður víst seint ofmetið. Enn ein rannsóknin hefur nú leitt í ljós að hressilegar og reglulegar líkamsæfingar hægja á og draga úr hættunni á blöðruhálskrabbameini í körlum. Þetta eru niðurstöður úr mjög viðamikilli rannsókn á tæplega 50 þúsund karlmönnum yfir fjórtán ára tímabíl. Í ljós kom að eldri menn, 65 ára og eldri, sem ekki æfa reglulega er sjötíu prósentum hættara við að deyja úr blöðruhálskrabbameini en jafnöldrum þeirra sem hreyfa sig að staðaldri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×