Bilið í Bretlandi virðist minnka 3. maí 2005 00:01 Kosningabaráttan í Bretlandi er komin á síðustu metrana og bilið milli flokkanna virðist minnka.Samkvæmt meðaltali kannana dagsins skilja átta prósentustig Verkamannaflokkinn og Íhaldsflokkinn að en sumar kannanir benda til þess að bilið sé einungis tvö til þrjú prósent, sem þýddi að Tony Blair sæti uppi með nánast óstarfhæft þing. Eitt þeirra svæða sem hefur töluverð áhrif á útkomuna er Skotland. Þar er Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 á ferð, og segir hún að breska góðærið, sem er aðalkosningamál Verkamannaflokksins, hafi ekki skilað sér alla leið norður. Skotland nýtur ákveðinnar sérstöðu; þeir hafa eigið þing og sjá sjálfir um að reka sitt mennta- og heilbrigðiskerfi. London sér um utanríkis- og varnarmál, og efnahagsmálin að því leyti að þar er ákveðið hversu miklum peningum skuli veitt norður til Skotlands. Síðan sjá Skotar sjálfir um að skera kökuna og útdeila þessum peningum. Verkamannaflokkurinn er hefðbundið langstærsti flokkurinn í Skotlandi en honum er ákveðinn vandi á höndum núna. Blair og Brown hampa sér á efnhagsmálunum og ætla sér að vinna kosningarnar á góðu efnhaglegu gengi Bretlands. Skotar finna hins vegar lítið fyrir þessu. Það er meiri fátækt og atvinnuleysi í Skotlandi en annars staðar á Bretlandi. Það er kannski engin furða að Skoski þjóðernisflokkurinn í smábænum Paisley, skammt fyrir utan Glasgow, spyrji: Hvar er góðærið? Nicola Sturgeon, varaformaður flokksins, segir efnahagslífið í Skotlandi hafa dregist aftur úr öðrum hlutum Bretlands. Þar sé minnsti hagvöxtur í öllu Evrópusambandinu og því verði að fá skoska efnahagsstefnu sem sé samkeppnisfær og hún verði ekki fengin innan Bretlands. Sturgeon segir líklegra að hún fáist með sjálfstæðri skoskri ríkisstjórn sem taki réttar ákvarðanir fyrir Skotland og efnahagslífið þar. Nýjar skoðanakannanir sýna að um helmingur Skota styður sjálfstæði en sá stuðningur skilar sér hins vegar ekki að fullu til Skoska þjóðernisflokksins. Kannanir benda þó til að flokkurinn njóti næst mest fylgis meðal Skota, eða 21%, á eftir Verkamannaflokknum sem er með 40% fylgi. Þriðji stærsti flokkurinn í Skotlandi eru Frjálslyndir með 17% fylgi og Íhaldsflokkurinn rekur lestina með 16% fylgi. Sumir benda líka á að kannski sé hægt að kenna Skotum sjálfum að einhverju leyti um hversu aftarlega þeir eru á merinni, þar sem þeim hafi svo sannarlega ekki að öllu leyti tekist vel upp við að stjórna sínum málum. Pétur Berg Matthíasson, stjórnmálafræðingur í Edinborg, segir að aftur á móti hafa Skotar fengið mjög rausnarlegar fjárhæðir í heilbrigðismál og menntamál en þar hefur verið þó nokkur óstjórn, sérstaklega í heilbrigðismálum þar sem þeir fá 20% meira á hvern haus en í Englandi en þrátt fyrir það eru biðlistar helmingi lengri. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Kosningabaráttan í Bretlandi er komin á síðustu metrana og bilið milli flokkanna virðist minnka.Samkvæmt meðaltali kannana dagsins skilja átta prósentustig Verkamannaflokkinn og Íhaldsflokkinn að en sumar kannanir benda til þess að bilið sé einungis tvö til þrjú prósent, sem þýddi að Tony Blair sæti uppi með nánast óstarfhæft þing. Eitt þeirra svæða sem hefur töluverð áhrif á útkomuna er Skotland. Þar er Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 á ferð, og segir hún að breska góðærið, sem er aðalkosningamál Verkamannaflokksins, hafi ekki skilað sér alla leið norður. Skotland nýtur ákveðinnar sérstöðu; þeir hafa eigið þing og sjá sjálfir um að reka sitt mennta- og heilbrigðiskerfi. London sér um utanríkis- og varnarmál, og efnahagsmálin að því leyti að þar er ákveðið hversu miklum peningum skuli veitt norður til Skotlands. Síðan sjá Skotar sjálfir um að skera kökuna og útdeila þessum peningum. Verkamannaflokkurinn er hefðbundið langstærsti flokkurinn í Skotlandi en honum er ákveðinn vandi á höndum núna. Blair og Brown hampa sér á efnhagsmálunum og ætla sér að vinna kosningarnar á góðu efnhaglegu gengi Bretlands. Skotar finna hins vegar lítið fyrir þessu. Það er meiri fátækt og atvinnuleysi í Skotlandi en annars staðar á Bretlandi. Það er kannski engin furða að Skoski þjóðernisflokkurinn í smábænum Paisley, skammt fyrir utan Glasgow, spyrji: Hvar er góðærið? Nicola Sturgeon, varaformaður flokksins, segir efnahagslífið í Skotlandi hafa dregist aftur úr öðrum hlutum Bretlands. Þar sé minnsti hagvöxtur í öllu Evrópusambandinu og því verði að fá skoska efnahagsstefnu sem sé samkeppnisfær og hún verði ekki fengin innan Bretlands. Sturgeon segir líklegra að hún fáist með sjálfstæðri skoskri ríkisstjórn sem taki réttar ákvarðanir fyrir Skotland og efnahagslífið þar. Nýjar skoðanakannanir sýna að um helmingur Skota styður sjálfstæði en sá stuðningur skilar sér hins vegar ekki að fullu til Skoska þjóðernisflokksins. Kannanir benda þó til að flokkurinn njóti næst mest fylgis meðal Skota, eða 21%, á eftir Verkamannaflokknum sem er með 40% fylgi. Þriðji stærsti flokkurinn í Skotlandi eru Frjálslyndir með 17% fylgi og Íhaldsflokkurinn rekur lestina með 16% fylgi. Sumir benda líka á að kannski sé hægt að kenna Skotum sjálfum að einhverju leyti um hversu aftarlega þeir eru á merinni, þar sem þeim hafi svo sannarlega ekki að öllu leyti tekist vel upp við að stjórna sínum málum. Pétur Berg Matthíasson, stjórnmálafræðingur í Edinborg, segir að aftur á móti hafa Skotar fengið mjög rausnarlegar fjárhæðir í heilbrigðismál og menntamál en þar hefur verið þó nokkur óstjórn, sérstaklega í heilbrigðismálum þar sem þeir fá 20% meira á hvern haus en í Englandi en þrátt fyrir það eru biðlistar helmingi lengri.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira