Vilja einn rétt og ekkert svindl 1. maí 2005 00:01 Einn réttur - ekkert svindl er yfirskrift 1. maí í Reykjavík. Þar er vísað til ólöglegs innflutts vinnuafls og réttinda sem tryggð eiga vera í samningum. Um allt land fara fram hátíðahöld í tilefni dagsins en í Reykjavík stendur fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í borginni, BSRB, BHM, Kennarasambandið og Iðnnemasambandið fyrir dagskrá. Í yfirlýsingu frá þeim segir að stéttarfélög hafi sjaldan haft mikilvægara hlutverki að gegna en í dag og að verkefni þeirra hafi sjaldan verið umfangsmeiri. Þar er vísað til hnattvæðingarinnar, aukinnar markaðsvæðingar og stórfellds styrks fjármagnseigenda þar sem valdið hlaðist sífellt á færri hendur og teygi sig út fyrir mörk og íhlutunarrétt þjóðríkja. Undanfarin misseri hafi verið mikil brögð að því að atvinnurekendur notist við ólölegt erlent vinnuafl. Því sé brýnt að lög um útlendinga og réttindi þeirra verði samræmd um leið og sett verði lög um starfsmannaleigur. Þar verði kveðið á um að starfsfólk sem vinni hér taki laun eftir íslenskum kjarasamningum og njóti þeirra réttinda sem hér ríkja. Þá segir að ítalska verktakafyrirtækið Impregilo hafi sótt að kjörum, réttindum og aðbúnaði verkafólks við Kárahnjúka. Áhrifin þaðan hafi síðan breiðst út og fyrsta bylgjan þegar skollið á höfuðborgarsvæðinu í lægra kakupi og kjörum í byggingariðnaði og víðar. Frammi fyrir þessu standi ráðvilltir stjórnmálamenn og vekburða embættismannakerfi. Baráttan við Impregilo sýni gildi öflugra stéttarfélaga og þar megi ekki láta deigan síga. Í Reykjavík verður safnast saman á Skólavörðuholti klukkan eitt og gengið undir lúðrablæstri tveggja lúðrasveita að Ingólfstorgi þar sem útifundur hefst klukkan 14:10. Þar verður tónlist í boði og fyrsti varaformaður Eflingar, formaður BSRB og formaður Iðnnemasambandsins flytja ávörp. Þá ætla femínistar að vera áberandi í göngunni með sinn bleika lit. Iðnnemar, Bandalag íslenskra námsmanna og Samband íslenskra námsmanna erlendis verða með hátíð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem aðgangur er ókeypis og ýmislegt til skemmtunar. Sniglarnir, Bifhjólasamtök lýðveldisins, verða með hópkeyrslu frá Kaffivagninum á Granda klukkan 14.20. Og er þá aðeins fátt nefnt. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Einn réttur - ekkert svindl er yfirskrift 1. maí í Reykjavík. Þar er vísað til ólöglegs innflutts vinnuafls og réttinda sem tryggð eiga vera í samningum. Um allt land fara fram hátíðahöld í tilefni dagsins en í Reykjavík stendur fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í borginni, BSRB, BHM, Kennarasambandið og Iðnnemasambandið fyrir dagskrá. Í yfirlýsingu frá þeim segir að stéttarfélög hafi sjaldan haft mikilvægara hlutverki að gegna en í dag og að verkefni þeirra hafi sjaldan verið umfangsmeiri. Þar er vísað til hnattvæðingarinnar, aukinnar markaðsvæðingar og stórfellds styrks fjármagnseigenda þar sem valdið hlaðist sífellt á færri hendur og teygi sig út fyrir mörk og íhlutunarrétt þjóðríkja. Undanfarin misseri hafi verið mikil brögð að því að atvinnurekendur notist við ólölegt erlent vinnuafl. Því sé brýnt að lög um útlendinga og réttindi þeirra verði samræmd um leið og sett verði lög um starfsmannaleigur. Þar verði kveðið á um að starfsfólk sem vinni hér taki laun eftir íslenskum kjarasamningum og njóti þeirra réttinda sem hér ríkja. Þá segir að ítalska verktakafyrirtækið Impregilo hafi sótt að kjörum, réttindum og aðbúnaði verkafólks við Kárahnjúka. Áhrifin þaðan hafi síðan breiðst út og fyrsta bylgjan þegar skollið á höfuðborgarsvæðinu í lægra kakupi og kjörum í byggingariðnaði og víðar. Frammi fyrir þessu standi ráðvilltir stjórnmálamenn og vekburða embættismannakerfi. Baráttan við Impregilo sýni gildi öflugra stéttarfélaga og þar megi ekki láta deigan síga. Í Reykjavík verður safnast saman á Skólavörðuholti klukkan eitt og gengið undir lúðrablæstri tveggja lúðrasveita að Ingólfstorgi þar sem útifundur hefst klukkan 14:10. Þar verður tónlist í boði og fyrsti varaformaður Eflingar, formaður BSRB og formaður Iðnnemasambandsins flytja ávörp. Þá ætla femínistar að vera áberandi í göngunni með sinn bleika lit. Iðnnemar, Bandalag íslenskra námsmanna og Samband íslenskra námsmanna erlendis verða með hátíð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem aðgangur er ókeypis og ýmislegt til skemmtunar. Sniglarnir, Bifhjólasamtök lýðveldisins, verða með hópkeyrslu frá Kaffivagninum á Granda klukkan 14.20. Og er þá aðeins fátt nefnt.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira