Erlent

Fjórir borgarar drepnir í Írak

Fjórir óbreyttir borgarar hafa látist og sextán særst í þremur bílsprengjuárásum á hermenn í Bagdad í Írak í dag. Uppreisnarmenn sprengdu sprengju nærri hópi írakskra og bandarískra hermanna í Austur-Bagdad og þar létust tveir óbreyttir borgarar, annar þeirra barn, og tíu særðust. Þá létust einnig tveir óbreyttir borgarar og sex særðust í árás á bandaríska hermenn í eftirlitsleiðangri í borginni. Loks sprakk sprengja nærri herbílalest Bandaríkjahers í vesturhluta borgarinnar en engar fregnir hafa borist af mannfalli þar. Uppreisnarmenn hafa hert árásir sínar á írakskar og bandarískar hersveitir að undanförnu, en í gær féllu 30 og yfir 100 særðust í hrinu sprengjuárása í höfuðborginni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×