Ný stjórn mynduð í Írak 28. apríl 2005 00:01 Stjórnlagaþing Íraka samþykkti í gær ráðherralista al-Jaafari forsætisráðherra. Þar með hafa Írakar eignast sína fyrstu lýðræðislegu kjörnu ríkisstjórn í hartnær hálfa öld. Frá því að Írakar gengu að kjörborðinu í janúarlok hefur gengið afleitlega að mynda nýja ríkisstjórn. Atburðarásin hefur hins vegar verið hröð síðustu daga eftir að Ibrahim al-Jaafari tilkynnti á þriðjudaginn að honum hefði tekist að setja saman ráðherralista. Jalal Talabani forseti lagði blessun sína yfir tillögu al-Jaafari í gær og síðan greiddi þingið atkvæði um listann. 180 af þeim 185 þingmönnum sem voru viðstaddir studdu listann en níutíu þingmenn voru fjarverandi. "Þetta er fyrsta skrefið í átt að nýju Írak," sagði al-Jaafari eftir atkvæðagreiðsluna í gær, glaður í bragði. Sautján sjíar sitja í stjórninni, átta Kúrdar, sex súnníar og einn kristinn maður. Sex ráðherranna eru konur. Stjórnin mun taka við völdum af bráðabirgðastjórn Allawi eftir nokkra daga. Ekki er þó kálið sopið þótt í ausuna sé komið. Enn á eftir að manna tvö embætti og sum ráðuneytin eru í höndum settra ráðherra. Þannig hefur al-Jaafari sjálfur tekið að sér embætti varnarmálaráðherra, stöðu sem hafði verið eyrnamerkt súnníum, og Ahmed Chalabi, einn varaforsætisráðherranna, gegnir jafnframt embætti olíumálaráðherra. Ekki verður séð að súnníum hafi verið tryggð völd í samræmi við fjölda þeirra og sú staðreynd mun eflaust verða olía á eld uppreisnarmanna. Ghazi al-Yawher, varaforseti og súnníi, gat ekki leynt gremju sinni yfir hversu fáa trúbræður hans var að finna í stjórninni. Hvað sem stjórnarmynduninni líður þá heldur vargöldin í landinu áfram. Ráðist var inn á heimili íraskrar þingkonu í Bagdad á þriðjudagskvöldið og hún skotin til bana. Í bænum Musayyib reyndu uppreisnarmenn að varpa sprengjum að bandarískri herstöð en ekki vildi betur til en svo að þær lentu á strætisvagnabiðstöð. Fjórir Írakar dóu og 21 særðist. Erlent Fréttir Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Sjá meira
Stjórnlagaþing Íraka samþykkti í gær ráðherralista al-Jaafari forsætisráðherra. Þar með hafa Írakar eignast sína fyrstu lýðræðislegu kjörnu ríkisstjórn í hartnær hálfa öld. Frá því að Írakar gengu að kjörborðinu í janúarlok hefur gengið afleitlega að mynda nýja ríkisstjórn. Atburðarásin hefur hins vegar verið hröð síðustu daga eftir að Ibrahim al-Jaafari tilkynnti á þriðjudaginn að honum hefði tekist að setja saman ráðherralista. Jalal Talabani forseti lagði blessun sína yfir tillögu al-Jaafari í gær og síðan greiddi þingið atkvæði um listann. 180 af þeim 185 þingmönnum sem voru viðstaddir studdu listann en níutíu þingmenn voru fjarverandi. "Þetta er fyrsta skrefið í átt að nýju Írak," sagði al-Jaafari eftir atkvæðagreiðsluna í gær, glaður í bragði. Sautján sjíar sitja í stjórninni, átta Kúrdar, sex súnníar og einn kristinn maður. Sex ráðherranna eru konur. Stjórnin mun taka við völdum af bráðabirgðastjórn Allawi eftir nokkra daga. Ekki er þó kálið sopið þótt í ausuna sé komið. Enn á eftir að manna tvö embætti og sum ráðuneytin eru í höndum settra ráðherra. Þannig hefur al-Jaafari sjálfur tekið að sér embætti varnarmálaráðherra, stöðu sem hafði verið eyrnamerkt súnníum, og Ahmed Chalabi, einn varaforsætisráðherranna, gegnir jafnframt embætti olíumálaráðherra. Ekki verður séð að súnníum hafi verið tryggð völd í samræmi við fjölda þeirra og sú staðreynd mun eflaust verða olía á eld uppreisnarmanna. Ghazi al-Yawher, varaforseti og súnníi, gat ekki leynt gremju sinni yfir hversu fáa trúbræður hans var að finna í stjórninni. Hvað sem stjórnarmynduninni líður þá heldur vargöldin í landinu áfram. Ráðist var inn á heimili íraskrar þingkonu í Bagdad á þriðjudagskvöldið og hún skotin til bana. Í bænum Musayyib reyndu uppreisnarmenn að varpa sprengjum að bandarískri herstöð en ekki vildi betur til en svo að þær lentu á strætisvagnabiðstöð. Fjórir Írakar dóu og 21 særðist.
Erlent Fréttir Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Sjá meira