Erlent

Ólga heldur áfram í Tógó

Ófremdarástand hefur ríkt í Afríkuríkinu Tógó í kjölfar vafasamra kosninga um síðustu helgi þar sem Faure Gnassinbe, sonur fyrrum einræðisherra landsins, bar sigur úr býtum. Sex manns, þar af þrír borgarar, létu lítið í átökum í höfuðborginni Lomé í gær. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa hvatt til frekari andófs enda segjast þeir hafa sannanir fyrir víðtæku kosningasvindli. Erindreki Nígeríumanna í landinu, en þeir hafa haft forgöngu um að stilla þar til friðar, sagði hins vegar að ekkert athugavert hefði verið við framkvæmd kjörfundarins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×