Erlent

Afplánar dóm fyrir fordóma

Mogens Glistrup, stofnandi danska Framfaraflokksins, þarf á næstunni að afplána tuttugu daga fangelsisdóm fyrir brot á lögum um kynþáttafordóma. Glistup, sem orðinn er 79 ára gamall, hefur alla tíð verið ákafur andstæðingur þeirrar stefnu sem dönsk stjórnvöld hafa lengstum haft í innflytjendamálum. Hann hefur nokkrum sinnum fengið dóma vegna ummæla sinna í garð innflytjenda og er þessi síðasti dómur frá 2003. Þrátt fyrir að vera hjartasjúklingur segist Glistrup ekki ætla að auðmýkja sig með því að óska eftir náðun. Hann segist auk þess standa við öll þau ummæli sem hann er dæmdur fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×