Uppáhaldspeysan alltaf jafn flott 20. apríl 2005 00:01 Anna Bryndís Blöndal, fyrirliði Stjörnunnar í handbolta, er ekki mikil tískufrík og á í mestu vandræðum með að finna uppáhaldsflíkina sína. "Ég fann uppáhaldsflíkina mína eftir mikla umhugsun en það er peysa sem ég keypti fyrir tveim árum á Kanaríeyjum. Þetta er svört bómullarpeysa með svörtum og hvítum prjónuðum kraga sem nær alveg niður á axlir. Ég sá hana í verslun og féll fyrir henni strax. Mér finnst hún frábær. Alltaf þegar ég fer í hana þá finnst mér hún jafn flott en ég nota hana reyndar ekkert voðalega mikið," segir Anna. "Sumir myndu kannski nota þessa peysu hversdagslega en ég er frekar venjuleg týpa þannig að ég nota hana frekar við fínni tilefni," segir Anna en peysan var auðvitað hræódýr á Kanarí. "Já, hún kostaði skít á kanil." Anna viðurkennir fúslega að hún er ekkert tískufrík. "Ég spái alltof lítið í föt og þess háttar. Ég ætla mér samt að verða pæja einhvern daginn. Ég fer bara alltaf í gallabuxur og einhverja boli og flíspeysur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég klæði mig kannski upp þegar ég fer í Smáralind og reyni að mála mig ef maður skyldi nú rekast á einhvern," segir Anna og hlær dátt. Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Anna Bryndís Blöndal, fyrirliði Stjörnunnar í handbolta, er ekki mikil tískufrík og á í mestu vandræðum með að finna uppáhaldsflíkina sína. "Ég fann uppáhaldsflíkina mína eftir mikla umhugsun en það er peysa sem ég keypti fyrir tveim árum á Kanaríeyjum. Þetta er svört bómullarpeysa með svörtum og hvítum prjónuðum kraga sem nær alveg niður á axlir. Ég sá hana í verslun og féll fyrir henni strax. Mér finnst hún frábær. Alltaf þegar ég fer í hana þá finnst mér hún jafn flott en ég nota hana reyndar ekkert voðalega mikið," segir Anna. "Sumir myndu kannski nota þessa peysu hversdagslega en ég er frekar venjuleg týpa þannig að ég nota hana frekar við fínni tilefni," segir Anna en peysan var auðvitað hræódýr á Kanarí. "Já, hún kostaði skít á kanil." Anna viðurkennir fúslega að hún er ekkert tískufrík. "Ég spái alltof lítið í föt og þess háttar. Ég ætla mér samt að verða pæja einhvern daginn. Ég fer bara alltaf í gallabuxur og einhverja boli og flíspeysur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég klæði mig kannski upp þegar ég fer í Smáralind og reyni að mála mig ef maður skyldi nú rekast á einhvern," segir Anna og hlær dátt.
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira