Hátt í 200 þingmál bíða afgreiðslu 18. apríl 2005 00:01 Þegar aðeins níu fundadagar eru eftir af starfstíma Alþingis fram að sumarleyfi bíða enn hátt í 200 þingmál þess að komast á dagskrá þingsins. Ljóst er að meginþorri þeirra mun ekki ná því að komst í fyrstu umræðu, og er líklegt að reykingafrumvarp Sivjar Friðleifsdóttur verði meðal þeirra sem þau örlög hljóta. Það er stefnt að því að Alþingi fari í sumarfrí efir þrjár vikur. Ef að líkum lætur munu stjórnarfrumvörp njóta forgangs á þeim stutta tíma sem eftir er en mál einstakra þingmanna verði látin mæta afgangi. Það hafa löngum verið talin döpur örlög þingmáls að sofna í nefnd. Nú er svo komið að þingmenn mega þakka fyrir ef mál þeirra ná yfir höfuð að komast í nefnd. Mikill fjöldi þingmálanna nær ekki einu sinni að komast á dagskrá og til fyrstu umræðu, þau birtast bara sem þingskjal sem aldrei er mælt fyrir. Þannig bíða nú 29 lagafrumvörp þingmanna eftir því að komast á dagskrá. Þingsályktunartillögur í biðröðinni eru 66 talsins. Þá bíða 88 fyrirspurnir eftir því að ráðherra svari. Frumvarp Sivjar Friðleifsdóttur um reykingabann á veitingahúsum er meðal þeirra sem ekki hefur enn komist á dagskrá og ólíklegt úr þessu að Siv fái tækifæri til að mæla fyrir því. En jafnvel þótt þingmenn komi málum í gegnum fyrstu umræðu þá eru mestar líkur á að lengra komist þau ekki. Af lagafrumvörpum þingmanna sem komist hafa á dagskrá í vetur eru 55 nú stödd í nefnd. Aðeins eitt þingmannafrumvarp hefur náð því að komast alla leið og verða að lögum, frumvarp sem Örlygur Hnefill Jónsson varaþingmaður flutti ásamt þingmönnum úr öllum flokkum um að milda sektir fyrir minniháttar fiskveiðibrot. 58 þingsályktunartillögur þingmanna eru í nefnd og bíða þess flestar að sofna þar en engin þeirra hefur ennþá hlotið samþykki. Það er því vart að undra að þingmenn leggi mestu upp úr fyrirspurnum því þeim hefur þó tekist að fá 331 þeirra svarað það sem af er vetri, 190 munnlega og 141 skriflega. Eitt af þeim þingmannamálum sem spennandi verður að fylgjast með á lokadögum þingsins er frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur um lækkun áfengiskaupaaldurs niður í 18 ár en það var komið á fleygiferð í fyrra þegar átökin um fjölmiðlafrumvarpið umturnuðu öllu þinghaldi. Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Þegar aðeins níu fundadagar eru eftir af starfstíma Alþingis fram að sumarleyfi bíða enn hátt í 200 þingmál þess að komast á dagskrá þingsins. Ljóst er að meginþorri þeirra mun ekki ná því að komst í fyrstu umræðu, og er líklegt að reykingafrumvarp Sivjar Friðleifsdóttur verði meðal þeirra sem þau örlög hljóta. Það er stefnt að því að Alþingi fari í sumarfrí efir þrjár vikur. Ef að líkum lætur munu stjórnarfrumvörp njóta forgangs á þeim stutta tíma sem eftir er en mál einstakra þingmanna verði látin mæta afgangi. Það hafa löngum verið talin döpur örlög þingmáls að sofna í nefnd. Nú er svo komið að þingmenn mega þakka fyrir ef mál þeirra ná yfir höfuð að komast í nefnd. Mikill fjöldi þingmálanna nær ekki einu sinni að komast á dagskrá og til fyrstu umræðu, þau birtast bara sem þingskjal sem aldrei er mælt fyrir. Þannig bíða nú 29 lagafrumvörp þingmanna eftir því að komast á dagskrá. Þingsályktunartillögur í biðröðinni eru 66 talsins. Þá bíða 88 fyrirspurnir eftir því að ráðherra svari. Frumvarp Sivjar Friðleifsdóttur um reykingabann á veitingahúsum er meðal þeirra sem ekki hefur enn komist á dagskrá og ólíklegt úr þessu að Siv fái tækifæri til að mæla fyrir því. En jafnvel þótt þingmenn komi málum í gegnum fyrstu umræðu þá eru mestar líkur á að lengra komist þau ekki. Af lagafrumvörpum þingmanna sem komist hafa á dagskrá í vetur eru 55 nú stödd í nefnd. Aðeins eitt þingmannafrumvarp hefur náð því að komast alla leið og verða að lögum, frumvarp sem Örlygur Hnefill Jónsson varaþingmaður flutti ásamt þingmönnum úr öllum flokkum um að milda sektir fyrir minniháttar fiskveiðibrot. 58 þingsályktunartillögur þingmanna eru í nefnd og bíða þess flestar að sofna þar en engin þeirra hefur ennþá hlotið samþykki. Það er því vart að undra að þingmenn leggi mestu upp úr fyrirspurnum því þeim hefur þó tekist að fá 331 þeirra svarað það sem af er vetri, 190 munnlega og 141 skriflega. Eitt af þeim þingmannamálum sem spennandi verður að fylgjast með á lokadögum þingsins er frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur um lækkun áfengiskaupaaldurs niður í 18 ár en það var komið á fleygiferð í fyrra þegar átökin um fjölmiðlafrumvarpið umturnuðu öllu þinghaldi.
Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira