Ný verslun með leðurfatnað 13. apríl 2005 00:01 Nýlega var opnuð á Laugavegi 66 verslunin Mona, en eigendur hennar eru fjórar íslenskar konur og ein frá Serbíu, Gordana Ristic, sem kom til Íslands sem flóttamaður fyrir fimm árum og hefur búið á Íslandi síðan með eiginmanni og tveimur dætrum. Það var Gordana sem kynnti tískufyrirtækið Monu fyrir hinum eigendunum en Mona var stofnað árið 1989 í Belgrad í fyrrum Júgóslavíu. Helstu framleiðsluvörur eru fatnaður og töskur úr sérvöldu leðri frá Ítalíu. Fyrirtækið framleiðir einnig fatnað úr öðrum efnum. "Starfsmenn Monu eru um 500 talsins og vörur fyrirtækisins eru seldar í fjörutíu Mona-verslunum í Serbíu & Svartfjallalandi, Bosníu-Hersegóvínu, Króatíu, Rússlandi, Tékklandi, Þýskalandi - og nú á Íslandi," segir Unnur Ágústsdóttir, einn eigenda verslunarinnar. "Mona tekur líka þátt í tískusýningum í París, Róm og Mílanó en helstu einkenni hönnunar Monu eru blöndun menningarlegs arfs og nútímastrauma í hönnun tískufatnaðar. Markmiðið er að bjóða upp á vandaðan fatnað og fallega og óvenjulega fylgihluti og við erum vissar um að þessar vörur uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina," segir Unnur. „Við erum með fatnað bæði á konur og karla og sérstaðan felst í miklum gæðum efnisins og hönnuninni." Verslunin er hönnuð af Sigríði Elfu Sigurðardóttur en innréttingar eru úr smíðajárni og gleri og lýsing að hluta skreytt með ull. Tjöldin fyrir búningsklefunum eru einnig sérhönnuð og saumuð af Sigríði og Guðmundu Kristinsdóttur. Í versluninni eru einnig til sölu vörur eftir íslenska hönnuði, en þeir eru SESdesign, Dýrfinna Traustadóttur, AGLA og Snúlla-design. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Nýlega var opnuð á Laugavegi 66 verslunin Mona, en eigendur hennar eru fjórar íslenskar konur og ein frá Serbíu, Gordana Ristic, sem kom til Íslands sem flóttamaður fyrir fimm árum og hefur búið á Íslandi síðan með eiginmanni og tveimur dætrum. Það var Gordana sem kynnti tískufyrirtækið Monu fyrir hinum eigendunum en Mona var stofnað árið 1989 í Belgrad í fyrrum Júgóslavíu. Helstu framleiðsluvörur eru fatnaður og töskur úr sérvöldu leðri frá Ítalíu. Fyrirtækið framleiðir einnig fatnað úr öðrum efnum. "Starfsmenn Monu eru um 500 talsins og vörur fyrirtækisins eru seldar í fjörutíu Mona-verslunum í Serbíu & Svartfjallalandi, Bosníu-Hersegóvínu, Króatíu, Rússlandi, Tékklandi, Þýskalandi - og nú á Íslandi," segir Unnur Ágústsdóttir, einn eigenda verslunarinnar. "Mona tekur líka þátt í tískusýningum í París, Róm og Mílanó en helstu einkenni hönnunar Monu eru blöndun menningarlegs arfs og nútímastrauma í hönnun tískufatnaðar. Markmiðið er að bjóða upp á vandaðan fatnað og fallega og óvenjulega fylgihluti og við erum vissar um að þessar vörur uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina," segir Unnur. „Við erum með fatnað bæði á konur og karla og sérstaðan felst í miklum gæðum efnisins og hönnuninni." Verslunin er hönnuð af Sigríði Elfu Sigurðardóttur en innréttingar eru úr smíðajárni og gleri og lýsing að hluta skreytt með ull. Tjöldin fyrir búningsklefunum eru einnig sérhönnuð og saumuð af Sigríði og Guðmundu Kristinsdóttur. Í versluninni eru einnig til sölu vörur eftir íslenska hönnuði, en þeir eru SESdesign, Dýrfinna Traustadóttur, AGLA og Snúlla-design.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira