Ekkert land eins flott í laginu 13. apríl 2005 00:01 "Ég sá keppnina auglýsta í Fréttablaðinu og DV og fannst þetta sniðugt. Verðlaunin voru líka það freistandi að það var þess virði að eyða smátíma í að láta sér detta eitthvað í hug. Hugmyndin fæddist á Reykjanesbrautinni, eins og flestar textahugmyndir fyrir hljómsveitina mína, Breiðbandið, en ég bý við þann lúxus að keyra brautina á hverjum degi og nota tímann til að láta hugann reika. Það var lítið mál að koma þessu á blað með góðri hjálp banjóleikara Breiðbandsins, Magga Sig, og kann ég honum bestu þakkir fyrir," segir Rúnar en Ísland er í aðalhlutverki á bolnum. Rúnar hefur líka búið til armbandsúr með eyjunni okkar sagaða út í verkið en Ísland er Rúnari ansi kært. "Eftir að hafa búið erlendis hef ég lært að meta landið okkar mun betur. Svo er ég á því að það er ekkert land í heimi eins flott í laginu og einstök lögun Vestfjarða setur glæsilegan svip á Ísland. Það má segja að hönnunin á úraskífunni hafi verið í undimeðvitundinni þegar ég fór að hugsa um bolinn. Ég notaði Ísland mikið við að skreyta úr og klukkur í skólanum út í Danmörku og var orðinn vanur að saga út útlínur landsins. Það má segja að ég hafi ferðast marga hringi í kringum landið með söginni en ég á ennþá eftir að fara hringinn akandi. Bekkjafélagar mínir eiga líka sinn þátt í þessu, því þeir voru alltaf að mana mig í að saga minna og minna ísland. Ég byrjaði á að saga Ísland sem var um það bil sex sentímetrar í þvermál og endaði með að saga út Ísland sem er um níu millímetrar í þvermál og er inni í úri." En ætlar Rúnar ekki að leggja hönnunina fyrir sig, leggja úrsmíði á hilluna og stofna fataverslun -- kannski inn í Úr að ofan? "Nei það er engin hætta á því. Það eru meiri líkur á því að ég gauki einhverjum hugmyndum að þeim sem eru í framleiðslu og sölu á bolum. Það eru góðar bolabúðir hér í næsta nágrenni við mig á Laugaveginum, Dogma og Ósóma, og ætla ég mér ekkert í samkeppni við þessa vini mína," segir Rúnar en vinningsbolurinn fer í framleiðslu um næstu mánaðarmót. "Ég vona bara að bolurinn verði seldur sem víðast og að ég eigi eftir að sjá fólk á gangi á Laugaveginum í minni hönnun og í raun hvar sem er," segir Rúnar sem vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til Henson og styrktaraðilum keppninnar; Tæknival og Iceland Express. Úrsmiður, skemmtikraftur, hönnuður, hvað er næst? "Góð spurning, ætli ég slái þessu ekki bara uppí kæruleysi og fari á þing. Mér skilst að það sé þægileg innivinna." Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
"Ég sá keppnina auglýsta í Fréttablaðinu og DV og fannst þetta sniðugt. Verðlaunin voru líka það freistandi að það var þess virði að eyða smátíma í að láta sér detta eitthvað í hug. Hugmyndin fæddist á Reykjanesbrautinni, eins og flestar textahugmyndir fyrir hljómsveitina mína, Breiðbandið, en ég bý við þann lúxus að keyra brautina á hverjum degi og nota tímann til að láta hugann reika. Það var lítið mál að koma þessu á blað með góðri hjálp banjóleikara Breiðbandsins, Magga Sig, og kann ég honum bestu þakkir fyrir," segir Rúnar en Ísland er í aðalhlutverki á bolnum. Rúnar hefur líka búið til armbandsúr með eyjunni okkar sagaða út í verkið en Ísland er Rúnari ansi kært. "Eftir að hafa búið erlendis hef ég lært að meta landið okkar mun betur. Svo er ég á því að það er ekkert land í heimi eins flott í laginu og einstök lögun Vestfjarða setur glæsilegan svip á Ísland. Það má segja að hönnunin á úraskífunni hafi verið í undimeðvitundinni þegar ég fór að hugsa um bolinn. Ég notaði Ísland mikið við að skreyta úr og klukkur í skólanum út í Danmörku og var orðinn vanur að saga út útlínur landsins. Það má segja að ég hafi ferðast marga hringi í kringum landið með söginni en ég á ennþá eftir að fara hringinn akandi. Bekkjafélagar mínir eiga líka sinn þátt í þessu, því þeir voru alltaf að mana mig í að saga minna og minna ísland. Ég byrjaði á að saga Ísland sem var um það bil sex sentímetrar í þvermál og endaði með að saga út Ísland sem er um níu millímetrar í þvermál og er inni í úri." En ætlar Rúnar ekki að leggja hönnunina fyrir sig, leggja úrsmíði á hilluna og stofna fataverslun -- kannski inn í Úr að ofan? "Nei það er engin hætta á því. Það eru meiri líkur á því að ég gauki einhverjum hugmyndum að þeim sem eru í framleiðslu og sölu á bolum. Það eru góðar bolabúðir hér í næsta nágrenni við mig á Laugaveginum, Dogma og Ósóma, og ætla ég mér ekkert í samkeppni við þessa vini mína," segir Rúnar en vinningsbolurinn fer í framleiðslu um næstu mánaðarmót. "Ég vona bara að bolurinn verði seldur sem víðast og að ég eigi eftir að sjá fólk á gangi á Laugaveginum í minni hönnun og í raun hvar sem er," segir Rúnar sem vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til Henson og styrktaraðilum keppninnar; Tæknival og Iceland Express. Úrsmiður, skemmtikraftur, hönnuður, hvað er næst? "Góð spurning, ætli ég slái þessu ekki bara uppí kæruleysi og fari á þing. Mér skilst að það sé þægileg innivinna."
Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira