Ekkert land eins flott í laginu 13. apríl 2005 00:01 "Ég sá keppnina auglýsta í Fréttablaðinu og DV og fannst þetta sniðugt. Verðlaunin voru líka það freistandi að það var þess virði að eyða smátíma í að láta sér detta eitthvað í hug. Hugmyndin fæddist á Reykjanesbrautinni, eins og flestar textahugmyndir fyrir hljómsveitina mína, Breiðbandið, en ég bý við þann lúxus að keyra brautina á hverjum degi og nota tímann til að láta hugann reika. Það var lítið mál að koma þessu á blað með góðri hjálp banjóleikara Breiðbandsins, Magga Sig, og kann ég honum bestu þakkir fyrir," segir Rúnar en Ísland er í aðalhlutverki á bolnum. Rúnar hefur líka búið til armbandsúr með eyjunni okkar sagaða út í verkið en Ísland er Rúnari ansi kært. "Eftir að hafa búið erlendis hef ég lært að meta landið okkar mun betur. Svo er ég á því að það er ekkert land í heimi eins flott í laginu og einstök lögun Vestfjarða setur glæsilegan svip á Ísland. Það má segja að hönnunin á úraskífunni hafi verið í undimeðvitundinni þegar ég fór að hugsa um bolinn. Ég notaði Ísland mikið við að skreyta úr og klukkur í skólanum út í Danmörku og var orðinn vanur að saga út útlínur landsins. Það má segja að ég hafi ferðast marga hringi í kringum landið með söginni en ég á ennþá eftir að fara hringinn akandi. Bekkjafélagar mínir eiga líka sinn þátt í þessu, því þeir voru alltaf að mana mig í að saga minna og minna ísland. Ég byrjaði á að saga Ísland sem var um það bil sex sentímetrar í þvermál og endaði með að saga út Ísland sem er um níu millímetrar í þvermál og er inni í úri." En ætlar Rúnar ekki að leggja hönnunina fyrir sig, leggja úrsmíði á hilluna og stofna fataverslun -- kannski inn í Úr að ofan? "Nei það er engin hætta á því. Það eru meiri líkur á því að ég gauki einhverjum hugmyndum að þeim sem eru í framleiðslu og sölu á bolum. Það eru góðar bolabúðir hér í næsta nágrenni við mig á Laugaveginum, Dogma og Ósóma, og ætla ég mér ekkert í samkeppni við þessa vini mína," segir Rúnar en vinningsbolurinn fer í framleiðslu um næstu mánaðarmót. "Ég vona bara að bolurinn verði seldur sem víðast og að ég eigi eftir að sjá fólk á gangi á Laugaveginum í minni hönnun og í raun hvar sem er," segir Rúnar sem vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til Henson og styrktaraðilum keppninnar; Tæknival og Iceland Express. Úrsmiður, skemmtikraftur, hönnuður, hvað er næst? "Góð spurning, ætli ég slái þessu ekki bara uppí kæruleysi og fari á þing. Mér skilst að það sé þægileg innivinna." Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
"Ég sá keppnina auglýsta í Fréttablaðinu og DV og fannst þetta sniðugt. Verðlaunin voru líka það freistandi að það var þess virði að eyða smátíma í að láta sér detta eitthvað í hug. Hugmyndin fæddist á Reykjanesbrautinni, eins og flestar textahugmyndir fyrir hljómsveitina mína, Breiðbandið, en ég bý við þann lúxus að keyra brautina á hverjum degi og nota tímann til að láta hugann reika. Það var lítið mál að koma þessu á blað með góðri hjálp banjóleikara Breiðbandsins, Magga Sig, og kann ég honum bestu þakkir fyrir," segir Rúnar en Ísland er í aðalhlutverki á bolnum. Rúnar hefur líka búið til armbandsúr með eyjunni okkar sagaða út í verkið en Ísland er Rúnari ansi kært. "Eftir að hafa búið erlendis hef ég lært að meta landið okkar mun betur. Svo er ég á því að það er ekkert land í heimi eins flott í laginu og einstök lögun Vestfjarða setur glæsilegan svip á Ísland. Það má segja að hönnunin á úraskífunni hafi verið í undimeðvitundinni þegar ég fór að hugsa um bolinn. Ég notaði Ísland mikið við að skreyta úr og klukkur í skólanum út í Danmörku og var orðinn vanur að saga út útlínur landsins. Það má segja að ég hafi ferðast marga hringi í kringum landið með söginni en ég á ennþá eftir að fara hringinn akandi. Bekkjafélagar mínir eiga líka sinn þátt í þessu, því þeir voru alltaf að mana mig í að saga minna og minna ísland. Ég byrjaði á að saga Ísland sem var um það bil sex sentímetrar í þvermál og endaði með að saga út Ísland sem er um níu millímetrar í þvermál og er inni í úri." En ætlar Rúnar ekki að leggja hönnunina fyrir sig, leggja úrsmíði á hilluna og stofna fataverslun -- kannski inn í Úr að ofan? "Nei það er engin hætta á því. Það eru meiri líkur á því að ég gauki einhverjum hugmyndum að þeim sem eru í framleiðslu og sölu á bolum. Það eru góðar bolabúðir hér í næsta nágrenni við mig á Laugaveginum, Dogma og Ósóma, og ætla ég mér ekkert í samkeppni við þessa vini mína," segir Rúnar en vinningsbolurinn fer í framleiðslu um næstu mánaðarmót. "Ég vona bara að bolurinn verði seldur sem víðast og að ég eigi eftir að sjá fólk á gangi á Laugaveginum í minni hönnun og í raun hvar sem er," segir Rúnar sem vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til Henson og styrktaraðilum keppninnar; Tæknival og Iceland Express. Úrsmiður, skemmtikraftur, hönnuður, hvað er næst? "Góð spurning, ætli ég slái þessu ekki bara uppí kæruleysi og fari á þing. Mér skilst að það sé þægileg innivinna."
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira