Innlent

Afhenda ráðherra undirskriftir

Einar Árnason mun afhenda heilbrigðisráðherra hátt í fimm þúsund undirskriftir á Alþingi klukkan korter fyrir fjögur. Þessir fimm þúsund einstaklingar skora á heilbrigðisráðherra að sjá til þess að í framtíðinni verði sólarhringsbakvakt á skurðstofunni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ófædd dóttir Einars og konu hans lést í sjúkrabíl á leiðinni til Reykjavíkur en í fyrra voru tíu konur fluttar af Suðurnesjunum beint inn á skurðdeild í Reykjavík. Um sextán þúsund manns búa á Suðurnesjum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×