Sport

Bowyer sektaður, Dyer ekki

Newcastle hefur staðfest að bæði Lee Bowyer og kieron Dyer munu vera áfram hjá félaginu þrátt fyrir slagsmálin sem þeir lentu í leiknum gegn Aston Villa á laugardaginn. Lee Bowyer verður þó sektaður um sex vikna laun, sem talið er vera um 200 þúsund pund, en það er hámarksrefsing. Ákvörðunin um að sekta Bowyer en ekki Dyer var tekin eftir að stjórnarformaðurinn Freddy Shepherd og framkvæmdastjórinn Graeme Souness skoðuðu atvikið á myndbandi og töluðu við leikmennina. Báðir leikmenn munu fá þriggja leikja bann, en þeir gætu einnig fengið kæru frá enska knattspyrnusambandinu fyrir að lítilsvirða leikinn, en menn þar á bæ munu skoða skýrsluna frá Barry Knight dómara áður en ákvörðun verður tekin. Hins vegar hefur lögreglan á staðnum staðfest að þeir munu rannsaka atvikið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×