Sport

Mourinho sagður ósáttur

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea er sagður vera ósáttur við að fá ekki meiri stuðning frá forráðamönnum félagsins í kjölfar tveggja leikja bannsins sem hann fékk fyrir að bera ljúgvitni á dögunum. Mourinho vill meina að stjórn Chelsea sýni sér ekki stuðning með því að kjósa að afrýja ekki dómnum og eru gárungarnir strax farnir að tala um að hann gæti gengið svo langt að segja upp störfum hjá félaginu. Ástæðan fyrir trega stjórnarinnar til að áfrýja, er talin sú að menn þar á bæ eru hræddir um að Mourinho fengi enn lengra bann ef þeir færu lengra með málið - enda er nú vitað að hann fór með rangt mál á sínum tíma, þegar hann sagði frá ímynduðum fundum dómara og knattspyrnustjóra mótherja sinna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×