Sport

Hitzlsperger til Stuttgart

Þjóðverjinn Thomas Hitzlsperger sem leikur með Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur samið við lið Stuttgart í Þýskalandi. Hann mun ganga til liðs við þýska liðið í sumar, eftir að samningur hans við Villa rennur út. Matthias Sammer, knattspyrnustjóri Stuttgart var afar ánægður með að landa varnarmanninum unga. "Thomas er ungur og efnilegur og hann hefur sannað að hann er góður knattspyrnumaður með því að ná að fóta sig á Englandi. Koma hans er mikilvægt skref í rétta átt fyrir okkur til að styrkja hópinn fyrir næsta ár," sagði Sammer.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×